Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1991, Qupperneq 36

Ægir - 01.03.1991, Qupperneq 36
144 ÆGIR 3/91 yfir hásumarið. Má því reikna með því að meðalstærð þess flota, sem hingað sótti, hafi verið mun meiri en fram kemur í töflunni. Tölurnar í dálkum 3 og 4 eru ekki síður athyglisverðar. Af dálki 3 má sjá, að heiIdarveiði Breta hér við land jókst verulega á árunum 1924-1927, en frá 1919-1923 hafði afli þeirra á íslandsmiðum aukist ár frá ári.4 Á árunum 1928 og 1929 dró nokkuð úr aflanum en síðan jókst hann aftur, náði hámarki 1932 en var mun meiri allan 4. áratuginn en þann 3. Þetta gæti vissulega bent til þess að aukin sókn hafi skilað árangri, en þegar betur er að gáð, kemur í Ijós að svo var ekki. Eins og fjórði og síðasti dálkurinn sýnir, jókst afli á sóknareiningu, þ.e. milljón tonn togtíma, frá 1924 til 1925, en fór síðan minnkandi til 1930, er hann jókst lítillega aftur. Árið eftir minnkaði hann aftur og var flest ár fjórða áratugarins miklu minni en á árunum 1924 og 1925, þrátt fyrir stóraukna sókn og vaxandi heildarafla. Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að þegar um miðjan 3. áratuginn hafi sóknin náð því hámarki, sem fiskstofn- arnir þoldu. Úr því tók þeim að hnigna og þá hlaut veiðin að byggjast í æ ríkari mæli á yngri og smærri fiski en áður. Og eins og sýnt er í töflu 2 voru áhrif sóknar- innar á þá þrjá stofna, sem Bretar sóttu mest í, svipuð: Tafla II. Afli á tonn togtíma af þorski, ýsu og kola, 1924—1937. (tonn) Ár Þorskur Ýsa Koli 1924 2.024 468 106 1925 2.333 437 104 1926 1.905 433 94 1927 1.544 514 88 1928 1.049 382 61 1929 1.037 345 61 1930 1.324 337 77 1931 1.318 252 65 1932 1.632 218 57 1933 1.534 159 45 1934 1.326 163 43 1935 1.402 173 43 1936 1.400 223 47 1937 955 132 35 Heimildir: Bulletin Statistique og Fisheries Statistical Tables 1919-1937. Þessar tölur sýna glöggt hver þróunin var í veiðum á þessum þrem tegundum. Kolastofninn var minnstur og veikastur og lét því fyrst undan síga fyrir vaxandi sókn. Við vitum ekki hve stórir þessir þrír fiskstofnar voru við lok fyrri heimsstyrjaldar, en eins og taflan sýnir tók að draga úr kola- aflanum á hverja sóknareiningu þegar árið 1926 og síðan minnk- aði veiðin hratt, ef undan eru skilin árin 1930 og 1931. Árið 1933 var kolaveiði á sóknarein- ingu meira en helmingi minni en hún hafði verið í áratug áður. Svipaða sögu er að segja af ýsuveiðinni. Hún náði hámarki árið 1927 en fór síðan ört minnk- andi og var 1931 meira en helm- ingi minni en 1927. Þorskstofninn var langstærstur þessara þriggja, en engu að síður tók þorskafli á sóknareiningu að minnka greinilega þegar 1926 og minnkaði síðan mikið næstu þrjú árin. Ólíkt því sem átti sérstað um hinar tvær tegundirnar jókst hins vegar þorskaflinn nokkuð 1930 og hélst síðan tiltölulega stöðugur fram til 1936, en 1937 var aflinn á sóknareiningu mun minni en næstu ár á undan. Ástæður afla- aukningarinnar á árunum 1930- 1936 verða ræddar í næsta kafla, en Ijóst er að enginn þessara þriggja fiskstofna þoldi hina miklu sóknaraukningu, sem átti sér stað á fyrri hluta 3. áratugarins. Ber þá og að hafa í huga, að þótt við höfum ekki gögn um afla annarra Crimsbytogarinn „Stafnes", smíðaður 1936 (Grimsby Fish).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.