Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1991, Side 54

Ægir - 01.03.1991, Side 54
162 ÆGIR 3/91 fjörðum. Því fjær sem farið er frá landinu í norðurátt því stærri verður hkl og eykst úr 17 mm syðst í Skagafirði í 24.4 mm nyrst á Kolbeinseyjarsvæði. Sömu sögu er að segja um mismun á hkl á innanverðum Húnaflóa og Norðurkanti þar fer hkl úr 17.7 mm uppí 24 mm. í Eyjafjarðarál hins vegar (reitirnir rétt austan við 19. gráðu vestur lengdar) er hkl 23.5 mm rétt út af Eyjafirði og er þannig meira í stíl við það sem gerist á Norðurkanti og Kolbeins- eyjarsvæðinu (svæði 6 og 7). þegar reiknuð voru út meðal-hkl fyrir hvert svæði, sbr. tölusettu svæðin á 1. mynd, þá virtist eng- inn marktækur munur vera á hkl á svæðunum 9-15 innbyrðis né heldur á svæðunum 6 og 7 og öllum hinum sjá 3. mynd ogeins á svæðunum 9—15 miðað við öll önnur svæði. Svæði 8 og 9 skarast aðeins hvað snertir 95% vikmörk, en sýni voru aðeins 8 fyrir Eyja- fjarðarál (svæði 8) og 13 fyrir svæði 9 á móti 50 og 32 sýnum fyrir svæði 6 og 7. Húnaflói og Skagafjörður, svæði 2 og 3, skar- ast hvað snertir 95% vikmörk og er kynskiptaferí11 þeirra tveggja svæða þess vegna sameinaður á 4. mynd. Öxarfjarðarrækjan sker sig ef til vill ekki úr frá rækjunni á hinum fjörðunum en þar voru óvanalegar aðstæður, mjög fá kvendýr og þess vegna fremur fá nothæf sýni eða 8 alls. Meðal-hkl rækjunnar í ísafjarðardjúpi var mjög frábrugðin bæði hkl Húna- flóa- og Skagafjarðarrækjunnar haustið 1988, enda líka grund- völluð á mörgum sýnum. Hkl fyrir Arnarfjarðarrækju var reiknað út enda þótt það sé ekki sýnt á 2. né 4. mynd og reyndist næstum því það sama og í ísafjarðardjúpi, eða 19.2 mmen 19.1 í því síðasttalda. Þetta eru reyndar álitnir aðskildir stofnar enda þótt hkl útreikningar séu ekki nothæfir til þess að greina það, í það minnsta var svo ekkj haustið 1988. Engin sýni eru til fH svæðinu við Snæfellsnes haustið 1988, en hkl var hins vegar um 19.4 mm þar í júní—júlí 1988. Langstærst var þó hkl Dohrn- bankarækjunnar eða 28.1 mrn- Kvendýrin eru einnig mun stærri 1 úthafinu og þar sem rækjan skipt,r ekki um kyn oftar á ævinni eru stærstu dýrin kynþroska kvendýr' Á 5. mynd er sýnd hámarkslengd' kölluð maxL rækju, eftir sömu reitum og svæðum og á 2. mynd- Hér er ekki átt við algjöra hámark- slengd heldur var tekið meðaltal a hverju svæði af mestu lengd í sým- 95% vikmörk á meðal-maxL eru miklu víðari heldur en á meðal- hkl og þess vegna er maxL ekki eins afgerandi í greiningu á miS' munandi stofnum og hkl. Greim- legt er þó marktækt línulegt sani- band á milli hkl og maxL, þ-e' þeim mun stærra hkl þeim nuin stærra maxL, að meðaltali. Þar> sem sagt er hér að ofan er að mestu tekið upp úr grein, sem væntanlega birtist á næstunni ' erlendu vísindariti (Unnur Skúla- dóttir 1991). Eggburöartímabil Töluvert mismunandi er hversn hátt hlutfall af hrygnum hrygnir a hverju svæði og einnig hvenær hrygningin fer fram. Áður hafa verið birt eggburðartímabil fyrir mörg grunnslóðarsvæði og fáe'n úthafssvæði (Ægir 1980). Segja ma hvað snertir grunnslóðina að svip' aðar niðurstöður fengust nú við útreikninga á tímabilinu 1982" 1990 fyrir ísafjarðardjúp og Þa' Niðurstöður um Norðurkant og Grímsey eru hins vegar nU byggðar á miklu fleiri sýnum, eða á meðaltali áranna 1983-1990- Eggburðartímabil við Snæfellsnes (sambærilegt við það sem kallað var Breiðafjörður í 1980-greininnh er hér byggt á meðaltali áranna 1973-1990. Reynt var að meta 3. mynd. Meðal-hkl og 95 % vikmörk eftir svæðunum, sem sýnd eru á I mynd.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.