Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1991, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.1991, Blaðsíða 28
252 ÆGIR 5/91 Vinnuafl í sjávarútvegi I töflu „ Vinnuafl í sjávarútvegi", er sýnd þróun fjölda starfsfólks við fiskveiðar og í fiskvinnslu á síðustu níu árum. Á línuritum eru sömu upplýsingar settar fram á mynd- rænan hátt. Upplýsingarnar eru fengnar frá Hagstofunni og er tölum Hagstofunnar um skiptingu vinnuvikna eftir atvinnugreinum breytt í ársverk með því að deila í fjölda vinnuvikna með 52. Upplýs- ingar um fjölda starfandi sjómanna sem fengnar eru með þessum hætti verða þannig of lágar. Skv. tölum Hagstofunnar fækk- aði ársverkum við fiskveiðar á árinu 1988 um 240 frá fyrra ári. Þessar upplýsingar koma mjög á óvart í Ijósi þess að árið 1988 var mesta aflaár sögunnar, auk þess sem smábátum og vinnsluskipum fjölgaði mikið þetta ár. Höfðu því flestir ætlað að um nokkra fjölgun sjómanna yrði að ræða. Hugsanleg skýring á fækkun ársverka í fisk- veiðum er betri skráning vinnu- vikna til sjós vegna staðgreiðslu- kerfis tekjuskatts, sem tók gildi í ársbyrjun 1988. Á tíu ára bili 1979-1988, hefur sjómönnum fjölgað um 1.063, eða rúmlega 20%. Hlutdeild fiskveiðanna af heildarfjölda starfsmanna á vinnu- markaði hefur á sama tíma nokkurn veginn staðið í stað. Starfsfólki í fiskvinnslu fækkaði mjög á milli áranna 1987 og 1988. Er sú fækkun í samræmi við spár, þar sem miklar breytingar voru gerðar á vinnslurásum frystihús- anna sem miðuðu að því að spara mannafla við vinnsluna. Fækkaði starfsfólki í frystihúsum og annarri fiskverkun þessvegna á árinu 1988, um tæp 15% frá fyrra ári. Fjöldi starfsmanna í fiskvinnslu náði hámarki á árinu 1984, þá var áætl- aður fjöldi ársverka í fiskvinnslu talin vera 10.633. Á árinu 1988 var fjöldi ársverka 8.901, eða fækkun um 1.440 frá fyrra ári. Hlutdeild fiskvinnslunnar í fjölda starfsmanna á vinnumarkaði féll því úr 9.0% árið 1984 í 6.9% á síðasta ári, ef miðað er við heildarfjölda árs- verka. Hlutdeild sjávarútvegsins í heild- arfjölda ársverka á vinnumarkaði var 14.9% árið 1980, en hafði minnkað í 11.8% á árinu 1988. Hafa ýmsir orðið til að lesa út úr þessum tölum að vægi sjávarút- vegsins færi minnkandi f íslensku atvinnulífi. Þar er mikill misskiln- ingur á ferð, ekki skiptir máli fyrir vinnumarkaðinn í heild hvort fyrir- tæki í sjávarútvegi kaupi þjónust- una á almennum markaði eða <e eigin þjónustustarfsemi tnn vébanda fyrirtækisins. Slíkt stuo , að sérhæfingu í atvinnulífinu °S sumum tilfellum er hægt að ^ fram stærðarhagkvæmni n’,,, þessu móti. Hinsvegar verður S sérhæfing sjáanlega til þess að el hverjir dragi fáránlegar ályktan eins og dæmin sanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.