Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1991, Blaðsíða 29

Ægir - 01.05.1991, Blaðsíða 29
5/91 ÆGIR 253 SkipastóUinn Áriö 1990 fjölgaði skipum í íslenska fiskiskipaflotanum fjórða árið í röð, fjölgunin var heldur meiri en árið áður, en minni en fyrri árin, eins og sést á stöplariti hér til hliðar. Samtals fjölgaði skipum um 23 á árinu, en árið 1989 varð fjölgunin 9, 54 árið 1988 og 83 árið 1987. Samtals hafa því bæst 178 skip við flotann á þessum fjórum.árum, eftir tímabil fækkunar frá árinu 1975. Hafa ekki í annan tíma verið fleiri skip í íslenska fiskiskipaflotanum. Alls taldi flotinn 997 skip í árslok 1990, samkvæmt skipaskrá Fiskifélags íslands. Sú fjölgun skipa, sem átti sér stað var öll smábátar 10 rúm- lestir eða minni, eins og á síðasta ári, en þeim fjölgaði um 50, á meðan fækkun varð um 18 skip stærri en 10 rúmlestir. Þessi fækkun er vegna þess að við endur- nýjun skipa, hafa veiðiheimildir tveggja eða fleiri skipa verið sam- einaðar fyrir eitt nýtt skip. Sé litið á aðra stærðarflokka í heild, þá verður fækkun í minni stærðar- flokkunun en fjölgun eða óbreyttur fjöldi í þeim stærri, þar sem nýju skipin eru almennt stærri en þau sem fara úr flotanum. Rétt er að taka fram að á skrá eru allnokkur skip, sem eftir var að úrelda um áramót á móti skipum sem komin voru í flotann, þar á meðal er einn skuttogari. í raun fjölgaði skipum því minna, en að framan greinir. Rúmlestatala flotans lækkaði um 590 brúttórúmlestir og var 120.156 brúttórúmlestir um áramótin. Þetta er, eins og stöplarit hér til hliðar sýnir, í fyrsta skipti síðan fyrir 1970, sem rúmlestatala flotans minnkar á milli ára, en mjög hefur dregið úr stækkuninni undanfarin ár. Þær tölur, sem að framan greinir eru nettótölur, en hér fer yfirlit yfir þær breytingar, sem áttu sér stað. Á árinu voru skráð alls 64 ný fiskiskip, samtals 1.579 brúttórúm- lestir. Afþessum skipum eru 60 ný- smíðar, tvö skip voru flutt inn notuð og einn opinn bátur var dekkaður. Auk þess var einni lítilli ferju breytt í fiskiskip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.