Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1991, Síða 29

Ægir - 01.05.1991, Síða 29
5/91 ÆGIR 253 SkipastóUinn Áriö 1990 fjölgaði skipum í íslenska fiskiskipaflotanum fjórða árið í röð, fjölgunin var heldur meiri en árið áður, en minni en fyrri árin, eins og sést á stöplariti hér til hliðar. Samtals fjölgaði skipum um 23 á árinu, en árið 1989 varð fjölgunin 9, 54 árið 1988 og 83 árið 1987. Samtals hafa því bæst 178 skip við flotann á þessum fjórum.árum, eftir tímabil fækkunar frá árinu 1975. Hafa ekki í annan tíma verið fleiri skip í íslenska fiskiskipaflotanum. Alls taldi flotinn 997 skip í árslok 1990, samkvæmt skipaskrá Fiskifélags íslands. Sú fjölgun skipa, sem átti sér stað var öll smábátar 10 rúm- lestir eða minni, eins og á síðasta ári, en þeim fjölgaði um 50, á meðan fækkun varð um 18 skip stærri en 10 rúmlestir. Þessi fækkun er vegna þess að við endur- nýjun skipa, hafa veiðiheimildir tveggja eða fleiri skipa verið sam- einaðar fyrir eitt nýtt skip. Sé litið á aðra stærðarflokka í heild, þá verður fækkun í minni stærðar- flokkunun en fjölgun eða óbreyttur fjöldi í þeim stærri, þar sem nýju skipin eru almennt stærri en þau sem fara úr flotanum. Rétt er að taka fram að á skrá eru allnokkur skip, sem eftir var að úrelda um áramót á móti skipum sem komin voru í flotann, þar á meðal er einn skuttogari. í raun fjölgaði skipum því minna, en að framan greinir. Rúmlestatala flotans lækkaði um 590 brúttórúmlestir og var 120.156 brúttórúmlestir um áramótin. Þetta er, eins og stöplarit hér til hliðar sýnir, í fyrsta skipti síðan fyrir 1970, sem rúmlestatala flotans minnkar á milli ára, en mjög hefur dregið úr stækkuninni undanfarin ár. Þær tölur, sem að framan greinir eru nettótölur, en hér fer yfirlit yfir þær breytingar, sem áttu sér stað. Á árinu voru skráð alls 64 ný fiskiskip, samtals 1.579 brúttórúm- lestir. Afþessum skipum eru 60 ný- smíðar, tvö skip voru flutt inn notuð og einn opinn bátur var dekkaður. Auk þess var einni lítilli ferju breytt í fiskiskip.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.