Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 9
tómum kofunum hjá honum. Hygg ég, að hann hefði getað orðið sagnfræð- ingur í betra lagi, hefði hann lagt þá námsgrein fyrir sig. Ég kynntist Þórhalli Sæmundssyni fyrst, er ég réðist til hans sem fulltrúi á Akranesi í ársbyrjun 1951, en þvl starfi gegndi ég til hausts 1961 og hafði því nokkurt svigrúm til að kynnast honum allvei. Þórhallur var að eðlisfari örgeðja maður og nokkuð fljóthuga á stundum. Geta þessir eiginleikar verið ýmist jákvæðir eða neikvæðir eftir því, hvernig á stendur hverju sinni, og stundum leitt til árekstra I mannlegum samskiptum. En þó að slíkt kæmi einstaka sinn- um fyrir í samstarfi okkar, er það raunar ekki umtalsvert á svo löngum tíma og leiddi aldrei til varanlegrar sundurþykkju, enda var Þórhallur jafnan fljótur að rétta fram sáttarhönd, og nú þegar ég lít til baka, á ég aðeins góðar minn- ingar frá samstarfi okkar. Þórhallur var samviskusamur embættismaður og gat verið hamhleypa til vinnu, þegar á þurfti að halda. Stundum virtist mér sem embættisstörfin legðust nokkuð þungt á hann, en allajafnan lét hann ekki á því bera, enda var hann að eðlisfari glaðbeittur og hress í viðmóti. En best fannst mér hann þó njóta sín á heimili slnu. Lék hann þá jafnan á als oddi og hélt uppi líflegum og áhugaverðum samræðum, enda með afbrigðum gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja. Þórhallur kvæntist 18. desember 1925 eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Guðmundsdóttur, útgerðarmanns og kaupmanns í Hnífsdal, Sveinssonar og konu hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur. Þau Þórhallur og Elísabet voru barn- laus, en ólu upp fjögur fósturbörn, og reyndist Þórhallur þeim góður og um- hyggjusamur sem besti faðir. Elísabet var eiginmanni sínum frábærlega traustur og góður lífsförunautur og studdi hann á allar lundir í störfum og bjó honum fagurt heimili, enda leyndi sér ekki, hversu mikils Þórhallur mat hana. Góður drengur og litrlkur persónuleiki er horfinn af sjónarsviðinu með Þór- halli Sæmundssyni. Eftirlifandi eiginkonu hans og fósturbörnum sendi ég hlýjar kveðjur. Valgarður Kristjánsson 147
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.