Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 15
2.2. Höfuðviðfangsefni STEFs í samræmi við tilgang sinn skv. 2.1. eru þessi: a) Félagið stuðlar að og beitir sér fyrir varðveislu og eflingu hins einstaklingsbundna höfundaréttar með stöðugri varðgæslu á þessu sviði, beitir sér fyrir nýjungum á sviði höfundaréttarlög- gjafar og stendur vörð um tilvist réttarins með öllum tiltækum ráðum. b) STEF veitir tónflutningsleyfi, innheimtir gjöld fyrir leyfin og framkvæmir hvaðeina, sem hér að lýtur, þ.á m. málshöfðun til gæslu og verndar hagsmunum þessum. Leitar félagið og gerir í því sambandi samninga við Ríkisútvarpið, veitingahús, kvik- myndahús, félög og aðra þá sem tónlist flytja. Þá semur félagið við hljómplötuframleiðendur, kvikmynda- og myndbandafram- leiðendur, skólayfirvöld, svo og aðra þá sem nýta tónverk til fjöl- földunar. STEF getur sett taxta um gjald fyrir flutnings- og fjöl- földunarrétt. Skulu þeir háðir samþykkt menntamálaráðuneytis- ins og taxtareglur birtar í Lögbirtingablaðinu. 2.3. STEF innheimtir höfundaréttargjöld af tækjum til upptöku verka á hljóð- og myndbönd svo og auðum hljóð- og myndböndum skv. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 78/1984. Ennfremur höfundaréttargj öld fyrir flutning verka við kirkjulegar athafnir skv. 21. gr. laga nr. 73/1972, svo og önnur höfundaréttargjöld, sem lögfest kunna að verða. 2.4. STEF annast samskipti við hliðstæð samtök erlendra rétthafa. Eins og fram kemur í hinum tilvitnuðu ákvæðum í samþykktum STEFs, er mönnum þar á bæ einkar ljóst að sjálf löggjöfin skiptir grundvallarmáli og er því undirstrikað rækilega í samþykktunum að félagið beiti sér fyrir varðveislu og nýjungum á því sviði, enda hafa forystumenn félagsins fyrr og síðar varið ærnum tíma til að sinna þessum þætti í starfsemi félagsins og átt frumkvæði að ýmsum veiga- miklum breytingum á höfundaréttarlöggjöfinni. Þannig eru ýmis veiga- mikil ákvæði í löggjöfinni frá 1972 og 1984 undan rifjum félagsins runnin, þótt frábærir fræði- og embættismenn hafi gegnt lykilhlut- verki við samningu heildarlöggjafarinnar. 1 sambandi við leyfi til afnota verndaðra hugverka og innheimtu gjalda fyrir slík afnot kemur mönnum að sjálfsögðu fyrst í hug sú að- ferð að hver einstakur höfundur ráðstafi verki sínu í hverju tilviki og innheimti gjaldið síðan sjálfur. 1 mörgum tilvikum hentar sú aðferð einkar vel, svo sem í bókmenntum og við ráðstöfun hinna stærri verka 153

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.