Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 19
Rétthafar til flutningsgjalds: 3 f? Tónskáld.......................................12 Tónskáld og útsetjari............................10 Tónskáld og textahöfundur........................ 8 Tónskáld og útgefandi............................ 8 Tónskáld, útsetjari og textahöfundur............. 6 Tónskáld, útsetjari og útgefandi................. 6 Tónskáld, textahöfundur og útgefandi............. 4 Tónskáld, útsetjari, textahöfundur og útgefandi 4 0 0 0 2 0 0 0 4 0 0 0 4 2 4 0 2 0 4 0 4 4 2 2 4 Samkvæmt töflu þessari er hluti hvers samhöfundar ávallt tiltekinn tólfti hluti af heildinni. Vegna gífurlegrar flutningstíðni og flókinnar réttindameðferðar höf- undaréttar í tónlist, m.a. vegna þess hversu margir rétthafar geta ver- ið að sama verki og aðild þeirra misjöfn, hafa öll STEFja-samtökin orð- ið að einfalda úthlutun sína, víðast hvar á þann veg að úthlutun er að meginstofni til byggð á útvarpsflutningi og úrtökum úr flutningi utan útvarps. Þannig er þessu t.d. varið í Bretlandi og rökstutt með því að kostnaður við fullkomið eftirlit, skráningu og úthlutun vegna verka sem flutt eru utan útvarps yrði óbærilegur, þannig að lítið yrði til út- hlutunar til rétthafa er upp væri staðið. 1 Bandaríkjunum er af illri nauðsyn aðeins úthlutað fyrir tíunda hvert lag sem flutt er í útvarpi samkvæmt útdrætti. Þá hafa Vestur-Þjóðverjar neyðst í auknum mæli til að miða úthlutun sína við úrtökur og hið sama má segja um Norð- urlöndin. Hér á landi er úthlutunin að meginstefnu til byggð á útvarpsflutn- ingi sem er í aðalatriðum talinn endurspegla flutning utan útvarps. Annað er óframkvæmanlegt með öllu vegna kostnaðar. Þessi einföldun hér á landi byggist á heimild í úthlutunarreglum STEFs, staflið B. 7. I einstaka tilvikum er þó gripið til svokallaðrar aukaúthlutunar þégar bersýnilegt ósamræmi sannast á milli útvarpsflutnings og flutnings ut- an þess. Þar sem úthlutun STEFja-samtakanna grundvallast á tekjuafgangi tiltekins árs leiðir af því, að úthlutun fer fram einu sinni á ári, venju- lega síðari hluta næsta árs á eftir flutningi. Svipaðar reglur gilda annars staðar, t.d. á Norðurlöndum. Hér á landi fer aðalúthlutun fram í des- embermánuði ár hvert. Hins vegar er í ársbyrjun greidd veruleg fjár- hæð upp í væntanlega úthlutun, eða um 70% af úthlutun ársins á und- 157

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.