Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 20
an. Úthlutun vegna tónflutnings fer því í raun fram tvisvar á ári, í ársbyrjun og árslok. Þessi regla gildir þó ekki um þá sem óverulegra hagsmuna hafa að gæta. Auk gjalda fyrir flutningsrétt innheimtir STEF gjöld fyrir fjöl- földunarrétt, þ.e. fyrir útgáfu verka á hljómplötum og öðrum hljóðrit- um (kassettum). Er höfundalaunum þeim sem hljómplötuframleiðend- ur greiða til STEFs og miðast við hundraðstölu af söluverði seldra ein- taka skipt upp á milli höfunda að frádregnum kostnaði, í samræmi við lengd þeirra verka sem höfundar eiga á viðkomandi plötu. b) SFH, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Sambandið var stofnað á árinu 1973. Aðildarfélög eru þessi: Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag ís- lenskra leikara, Samband íslenskra karlakóra, Samband blandaðra kóra, Samband íslenskra lúðrasveita og Samband hljómplötuframleiðenda. Fé- lagið er löggilt af menntamálaráðuneytinu. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötu- framleiðenda til heimtu gjalda af markaðshljóðritum (hljómplötum, kassettum) skv. 47. gr. höfundalaga. Helstu greiðendur eru: Ríkisútvarpið, diskótek, verslanir, vinnu- staðir og aðrir aðilar sem nota markaðshljóðrit til tónflutnings. Ríkisútvarpið greiðir ákveðna fjárhæð fyrir hverja flutningsmínútu, en greiðslugrundvöllur annarra aðila er 25% álagsgreiðsla á venjuleg STEF-gj öld. Sambandið gætir aðeins hagsmuna íslenskra rétthafa þar sem ísland hefur ekki enn fullgilt svokallaðan Rómarsáttmála frá 1961 til verndar listflytjendum og hljómplötuframleiðendum. Úthlutun nettótekna er einstaklingsbundin hjá hljómplötuframleið- endum en „kollektív" hjá flytjendafélögum, þ.e. þau leggja sinn hluta í félagssjóð. Eftir gildandi reglum rennur helmingur ráðstöfunarfjár til flytjenda og helmingur til framleiðenda. c) Rithöfundasamband íslands. Tilgangi þess er svo lýst í samþykktum sambandsins: „Tilgangur Rithöfundasambands íslands er að efla samtök íslenskra rithöfunda, gæta hagsmuna þeirra og réttar í samræmi við alþjóða- venjur, verja frelsi og heiður bókmennta og standa gegn hvers kyns ofsóknum á hendur rithöfundum í starfi þeirra.“ Þótt orðalag hér sé nokkuð hástemmt og tilgangurinn víðfeðmur samkvæmt orðanna hljóðan hefur starfsemi sambandsins mjög beinst 158

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.