Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 23
Innheimtumiðstöð þessi var síðan stofnuð og samþykktir hennar staðfestar af menntamálaráðuneytinu hinn 10. desember 1985. Stofn- aðilar miðstöðvarinnar eru: STEF, Samtök tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar, SFH, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Rit- höfundasamband Islands, en önnur félög geta sótt um aðild enda teljast þau hafa verulegra hagsmuna að gæta á þessu sviði. Samkvæmt reglugerð samtakanna hófst gjaldtaka af auðum böndum og upptökutækjum hinn 1. apríl 1985 og er skipting fjár milli aðildar- félaganna þannig: STEF 89 hundraðshlutar, SFH 54 hundraðshlutar og Rithöfundasamband Islands 7 hundraðshlutar. Endurskoða skal skiptingu milli aðildarfélaga þegar aðildarfélögin eru orðin fleiri en þrjú, en sé ekki samkomulag sker gerðardómur úr um málið. Gjaldtaka fyrir auð myndbönd og tæki hófst hins vegar ekki fyrr en 1. nóv. 1985. Þégar hafa tvö ný félög sótt um aðild, þ.e. Félag kvikmyndagerðar- manna og Hagþenkir. Auk framangreindra rétthafasamtaka hafa höfundar fagbóka og kennsluefnis stofnað með sér hagsmunafélag sem ber nafnið Hagþenkir. Hafa samtök þessi sótt um löggildingu menntamálaráðuneytisins og einnig um aðild að FJÖLlS og Innheimtumiðstöð skv. 11. gr. höfunda- laganna. Að lokum vil ég ítreka þá skoðun mína, sem fram kom í upphafi greinarkorns þessa, að höfundaréttarsamtökin hafi mikilvægu hlutverki að gegna innan höfundaréttarins, enda gera höfundalögin sjálf ráð fyrir tilvist þeirra. Þau verka sem hvati á endurnýjun löggjafarinnar og hafa í mörgum tilfellum verið uppspretta nýrra höfundaréttarlegra hugmynda, auk þess sem réttarframkvæmdin er í fjölmörgum tilvikum óhugsandi án þeirra. 161

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.