Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 26
sjálfum óheimilt að veita öðrum sams konar í'étt eða nota hann sjálfur. Þegar um leyfisrétt er að ræða, má höfundur sjálfur neyta sama réttar við hlið leyfishafa og veita enn öðrum slíkan rétt.4) 1 2. mgr. 27. gr. höfl. er tekið fram, að þótt einstakt verk sé afhent til eignar, felist ekki í þeim gerningi framsal á höfundarrétti, nema þess sé getið sérstaklega. Höfundur á áfram höfundarrétt að listaverki, þótt eintak sé látið af hendi og eigandi eintaks fái eigandaumráð þess. En árekstur getur þá orðið milli eiganda og höfundar. Er nánar f j allað um þessi atriði í 25. gr., að því er varðar myndlistarverk, en þetta kem- ur helst til, þegar listaverk er aðeins gert í einu eintaki.5 6) Samkvæmt 3. gr. höfl. hefur höfundur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýð- ingum og öðrum aðlögunum. Þá felst hluti af sæmdarrétti höfundar í því, að óheimilt er að breyta verki hans á þann hátt, að skert geti höf- undarsérkenni hans eða orðið honum til vansæmdar, sbr. 2. mgr. 4. gr. 1 28. gr. er hnykkt á þessu með því að kveða sérstaklega á um það, að framsal höfundarréttar að verki veiti framsalshafa ekki rétt til að gera breytingar á því, nema svo hafi verið um samið. Þetta á við, hvort sem höfundarréttur hefur verið framseldur að hluta eða öllu leyti. Það hefur þótt skipta höfund miklu máli, hver fer með rétt hans, og er því í 2. mgr. 28. gr. ákvæði þess efnis, að framsalshafa sé óheimilt að framselja öðrum höfundarréttinn án samþykkis höfundar.0) Undan- tekning er þó gerð, ef höfundarrétturinn telst þáttur í eignum fyrir- tækis, en þrátt fyrir það ber framseljandi áfram ábyrgð á efndum skuldbindinga sinna við höfundinn. 1 29. gr. höfl. segir, að gerning um framsal höfundarréttar megi meta ógildan í heild eða í einstökum atriðum: (a) ef hann mundi leiða til niðurstöðu, sem væri bersýnilega ósanngjörn og (b) ef ákvæði i framsalsgerningi brýtur mjög í bága við góðar venjur í höfundaréttar- málum. Þessi heimild er áþekk ákvæði 34. gr. 1. 20/1954 um vátrygg- ingarsamninga. Heimildin til að ógilda framsal, ef það leiðir til bersýni- lega ósanngjarnar niðurstöðu, er þó víðtækari en ógildingarákvæði 32. gr. samningalaga nr. 7/1936 og 7. gr. okurlaga nr. 58/1960, þar sem hér má eftir 29. gr. einnig meta atvik, sem gerst hafa eftir lok samn- ingsgerðar.7) Þetta er mjög mikilvægt ákvæði, einkum ef höfundar- 4) Alþt. 1971, A-cleild, bls. 1296. 5) Sama rit, bls. 1293. 6) Sama rit, bls. 1296. 7) Sama rit, bls. 1297. 164

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.