Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 29
við samningsgerðina.12) Reglan felur m.a. í sér, að skýra ber samninga um framsal á höfundarrétti þröngt. En hvað gerist í vinnusamböndum, þar sem ekkert ákvæði er í samn- ingum um það, hvernig fara skuli með höfundarrétt, þótt starfið feli að mestu leyti eða jafnvel eingöngu í sér sköpun hugverka? Hversu víðtækt er framsalið þá ? Um þetta hefur verið nokkuð ritað á Norðurlöndum. Má þar fyrst nefna Ragnar Knoph sem segir, að höfundarrétturinn færist yfir til vinnuveitanda að svo miklu leyti sem slíkt sé nauðsynlegt og sann- gjarnt, til þess að markmiði vinnusamnings sé náð, en heldur ekki meira.13) Þessi kenning hefur unnið sér sess hjá ýmsum öðrum fræði- mönnum. Þannig telur A.H. Olsson, að vinnusamningar feli yfirleitt í sér, að starfsmenn framselji til vinnuveitenda öll fjárhagsleg réttindi til verka, sem þeir skapa með vinnu sinni. Þetta gildi að minnsta kosti um það, sem starfsmaðurinn þurfi að vinna (framleiða) til þess að full- nægja vinnusamningnum. Aðalreglan sé því sú, að vinnuveitandinn megi í venjulegri starfsemi sinni nýta þau verk, sem tilkomin séu sem árangur af vinnu starfsmanns til efnda á vinnusamningi. Olsson vill þó takmarka regluna við fyrirsjáanleg not, þegar verkið var unnið, og hann tekur skýrt fram, að sæmdarrétturinn haldist hjá höfundi — starfsmanninum.14) Knoph heldur því fram, að allur réttur, sem ekki flytjist til vinnuveitanda, verði eftir hjá starfsmanninum, en hann geti þó ekki alltaf notað rétt sinn vegna ákvæða vinnusamningsins. Þannig geti starfsmaður t.d. ekki notað rétt sinn í samkeppni við vinnuveit- andann.15) Willi Weincke vísar í almenna skýringarreglu þess efnis, að ef ekki sé sérstaklega kveðið á um höfundarrétt í samningi aðila, fái vinnuveitandi aðeins þann höfundarrétt, sem honum sé nauðsynlegur til þess að nýta verkið í venjulegri starfsemi sinni. Hann er þó ekki viss um, að slík almenn regla hjálpi mikið í raunverulegum tilvikum og ráðleggur því báðum aðilum að semja skýrt um þessi atriði strax í upphafi.16) Þessar norrænu fræðikenningar og skýringarreglur gefa út af fyrir sig ekki fullnægjandi svar við því, hvernig leysa megi úr öllum tilbrigð- um, sem upp kunna að koma í mismunandi vinnusamböndum. Þær tvær leiðbeiningarreglur, sem fræðimenn eru sammála um að beita eigi við 12) Weincke, Ophavsret, bls. 106. 13) Knoph, Ándsretten, bls. 84. 14) A. H. Olsson, Copyright, 2. ntg. Uddevalla 1978, bls. 82. 15) Knoph, Ándsretten, bls. 85. 16) Weincke, Ophavsret, bls. 105. 167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.