Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 32
Ekki hafa orðið neinar deilur milli blaðamanna og útgefenda um höf- undarrétt, og hefur B.l. þess vegna ekki talið ástæðu til þess að óska eftir samningi um málið. Framangreindur skilningur B.í. er mjög í samræmi við samningsákvæði, sem gilda á Norðurlöndunum, t.d. milli blaðamanna óg útgefenda í Finnlandi 10) og í Noregi.20) Hafa fræði- menn, sem um þessi sjónarmið hafa fjallað, verið á svipaðri skoðun. En blaðamannafélög á Norðurlöndum hyggjast nú endurskoða samn- inga sína með tilliti til nýrrar tækni og möguleika útgefenda á víðtæk- ari notkun blaðaefnis, t.d. með „teledata“ og innfærslu þess í upplýs- ingabanka. Hafa norskir blaðamenn þegar byrjað slíka endurskoðun.21) Ef skoðanir blaðamanna og fræðimanna eru lagðar til grundvallar, er réttur útgefenda nánast leyfisréttur, sem áður er lýst, þó með þeim fyrirvara, að blaðamaður gæti ekki leyft birtingu sömu greinar eftir sig í samkeppnisblaði á sama tíma. Hann getur hins vegar gefið út bók með greinasafni eða leyft birtingu greinar sinnar í öðru blaði á öðrum tíma. Báðar leiðbeiningarreglurnar geta átt hér við og leitt til sömu niðurstöðu. Ef útgefandi blaðs vill fá víðtækari rétt en hér er lýst, verður að semja um hann sérstaklega. Reki útgefandi t.d. úrklippu- þjónustu, þ.e. taki saman og sendi áskrifendum úrklippur um ákveðna málaflokka, sem birtast í blaðinu, þá er komið út fyrir venjulega starf- semi blaðs og yrði að semja við höfunda sérstaklega um slíka dreif- ingu. Sama ætti við um dreifingu blaðagreina á hljóðböndum. 1 krafti höfundarréttar blaðamanna hefur Blaðamannafélágið ný- lega (25. ágúst 1985) gert samning við fyrirtækið Miðlun. Heimilar B.l. Miðlun að hagnýta sér það efni, sem blaðamenn semja fyrir blöð sín, til þess að starfrækja úrklippuþjónustu, og greiðir Miðlun ákveðna þóknun fyrir afnotin til Blaðamannafélagsins. 2) Auglýsingastofur. Samanborið við blaðamenn og útgefendur er réttarsambandið nokkru flóknara, þegar auglýsingastofur eiga hlut að máli. Þar er ekki aðeins um að ræða starfsmenn og vinnuveitendur, heldur einnig þriðja aðila, þ.e. viðskiptavin auglýsingastofunnar. Lítum á skýringardæmi um gerð auglýsingar á auglýsingastofu. Fyr- irtæki óskar eftir því við auglýsingastofu, að hún sjái um kynningu og auglýsingu á vöru eða þjónustu, og gefur fyrirmæli um, hvað aðgerð- in megi kosta. Auglýsingastofan gerir fyrst áætlun um notkun þess 19) Sjá Berndt Godenhielm, „Arbetstagares upphovsratt", NIR 3. hefti 1978, bls. 338. 20) NOU 1985:6, bls. 11. 21) Sama stað. 170
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.