Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 55
hér á landi né hjá okkur lagaskyldum þjóðum,12) og því er raunar haldið fram að slík algild skilgreining sé ekki möguleg.13) Það má til sanns vegar færa en hins vegar verður að telja það til bóta að reyna að leita jákvæðrar skilgreiningar, þótt ekki verði hún talin algild. Það við- fangsefni má nálgast á ýmsan hátt.14) Tíðkanlegt er að skipta stjórnsýslurétti í sérstakan og almennan hluta. Hér á landi er aðeins hinn síðarnefndi kenndur í lagadeild enda skiptir hann lögfræðilega mestu máli.15) Þess vegna er rétt að taka strax fram að hér er aðeins fjallað um opinbera stjórnsýslu skv. hinum almenna stjórnsýslurétti. Skilgreiningu á því hugtaki er ekki að finna í íslenskum fræðiritum. Ólafur Jóhannesson segir þó: „Þeir fram- kvæmdarvaldsaðilar, sem annast hina eiginlegu stj órnarframkvæmd — stjórnsýslu — nefnast stjórnarvöld“ og „Stjórnarframkvæmdin — en það hugtak verður hér notað í hinni þrengri og eiginlegu merkingu, og verður hér jöfnum höndum notað heitið stjórnsýsla — er almennt lög- bundin.“16) Umorðuð sýnist skilgreining Ólafs á hugtakinu vera: Hin eiginlega, almennt lögbundna stjórnarframkvæmd nefnist stjórnsýsla. Það dregur strax úr gildi þessarar skilgreiningar að engan veginn er ljóst hvað átt er við með orðinu stjórnarframkvæmd og því síður orð- unum eiginleg stjórnarframkvæmd. Um það segir aðeins: „Starfsemi framkvæmdarvaldshafa má greina í eiginlega stjórnarframkvæmd og annars konar starfrækslu, er þeir annast samkvæmt lagaboði, svo og verklegar athafnir".17) Þessa skilgreiningu verður að telja ófullnægj- andi, ekki síst vegna þess að þar kemur ekki nægilega fram hin tvö- falda merking hugtaksins, þ.e. að opinber stjórnsýsla lýtur bæði að þeim, sem fara með framkvæmdarvaldið, og starfseminni sem þeir hafa 12) Sjá t.d. Verwaltungsrecht I, bls. 7: „Die Schwierigkeit der Begriffsbildung liegt darin, dass es einen einheitlichen in jeder Hinsicht brauchbaren Begriff der öffentlichen Verwaltung nicht gibt“. 13) Sjá t.d. Stjórnarfarsréttur, bls. 1: „En jákvæð og algild skilgreining á framkvæmdar- valdinu verður ekki gefin". 14) T.d. með því að segja að það sé einkennandi fyrir opinbera stjórnsýslu að hún sé valdbundin, að hún sé almennt lögbundin, að einkaaðilar ltafi hana ekki á hendi o.s.frv. 15) Sjá t.d. Stjórnarfarsréttur, bls. 6. 16) Stjórnarfarsréttur, bls. 2. 17) Stjórnarfarsréttur, bls. 2. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.