Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 61
haft vilja og getu til að efna samninginn að sínu leyti. 1 dóminum var tekið fram, að krafa stefnenda um efndir in natura af hálfu stefndu, með útgáfu afsals, varðaði einnig hagsmuni réttargæslustefnda, HG, sem keypti íbúðina skv. kaupsamningi dágs. 1. júlí 1982, en að á hann bæri að líta sem stefndan í málinu eftir að sótt var þing og settar fram kröfur af hans hálfu, en um það hafði reyndar verið sérstakur áskiln- aður í stefnu. Hins vegar var talið, að stefnendur hefðu ekki haldið rétti sínum nægilega til laga að því er varðaði HG, „sem virðist hafa öðlast góða trú urn samningsstöðu sína.“ Voru því eigi talin næg efni til að taka aðalkröfu stefnenda, um efndir in natura, til greina. Bóta- krafa stefnenda gegn stefndu, BÁ og RC, var hins vegar tekin til greina, svo sem fyrr segir. AG og Sí vildu eigi una þessum málalokum, og áfrýjuðu þau héraðs- dóminum til Hæstaréttar. Kröfðust þau þess aðallega, að BÁ og RC yrði, að viðlögðum dagsektum, gert að afsala þeim umræddri íbúð gegn greiðslu umsamins kaupverðs, auk skaðabóta og málskostnaðar. BÁ og RC gagnáfrýjuðu og kröfðust sýknu auk málskostnaðar. HG gagnáfrýj- aði einnig að fengnu áfrýjunarleyfi og krafðist staðfestingar hins á- frýjaða dóms, auk málskostnaðar. Af hálfu AG og Sl voru hins vegar ekki hafðar uppi neinar kröfur á hendur HG fyrir Hæstarétti, enda töldu aðaláfrýjendur hann eigi hafa verið aðilja málsins í héraði. Svo sem fyrr segir klofnaði Hæstiréttur í máli þessu. Meirihluti dómenda (þrír dómarar) tók kröfu aðaláfrýjenda um útgáfu afsals þeim til handa til greina, auk skaðabóta og málskostnaðar úr hendi BÁ og RC. I dómsforsendum meirihlutans segir: „Fallast ber á þá niður- stöðu héraðsdóms, að gagnáfrýjendur BÁ og RC hafi samþykkt kaup- tilboð aðaláfrýjenda innan tilskilins samþykkisfrests, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og að samþykki þeirra hafi ekki verið afturkallað réttilega. Hafi því komist á bindandi samningur um kaup aðaláfrýjenda á íbúð gagnáfrýjenda í húsinu nr. 25 við Nóatún. Bar þeirn því að efna samninginn af sinni hálfu. Aðaláfrýjendur sýndu í verki vilja sinn til að efna samninginn. Síðari samningsgerð BÁ og RC við HG braut því í bága við samnings- skyldur þeirra gagnvart aðaláfrýjendum. Eigi verður fallist á ákvæði í forsendum héraðsdóms um tómlæti aðaláfrýjenda. Þau létu þinglýsa kaupsamningi sínum þegar í stað og allar athafnir þeirra sýndu, að þau ætluðu að standa á rétti sínum samkvæmt samningnum. Samkvæmt þessu eiga aðaláfrýjendur lögmæta kröfu til að fá afsal fyrir íbúðinni úr höndum gagnáfrýjenda BÁ og RC i samræmi við efni hins sam- þykkta kauptilboðs, svo sem greinir í aðalkröfu þeirra. Einnig ber að 199

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.