Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 28
sem mestar jarðeignir áttu voru embættismenn.
Aukaskatturinn var lagður á þá sem höfðu meira en 100 ríkisdali í árs-
tekjur. Samkvæmt reikningum jarðabókarsjóðs náðu 9 sýslumenn þessu
marki 1754, eða um 40% gjaldenda. Tekjur sýslumanna voru annars
mjög misjafnar. Þannig hafði Þorsteinn Magnússon í Rangárvallasýslu
173 rd. 40 sk. specie í embættistekjur 1769 auk mikilla tekna af þeim
rúmlega 500 hundruðum sem hann átti í jörðum, en Þorgrímur sýslu-
maður Sigurðsson telur embættistekjur sínar þetta ár 4 rd. 58 sk.
specie.
Gögn um tekjur og eignir benda til að æðstu embættismenn lands-
ins, lunginn úr klerkastéttinni, sýslumennirnir í 5-10 bestu sýslum
landsins og nokkrir embættislausir stóreignamenn hafi myndað stétt
efnamanna landsins á 18. öld. En auður veitir völd og áhrif, og einstök
aðstaða sýslumanna veitti þeim færi á að hafa veruleg áhrif á stjórn
landsins, jafnt í hinum smærri málum heima fyrir sem á hærri stöð-
um. Þeir voru tengiliðir milli miðstjórnar og almúga sem ekki var
auðvelt að sniðganga.
Konungsvaldið gerði ýmsar atlögur að sýslumönnum á 18. öld, t.d.
með umboðsskrá dómnefndarmannanna Árna Magnússonar og Páls
Vídalín 1702, afnámi skattfrelsis 1767 og skipun landsnefndanna 1770
og 1785, en í sambandi við skipun fyrri landsnefndarinnar voru uppi
ráðagerðir um að skipa danska og norska sýslumenn í allt að þriðjungi
sýslna og setja sýslumenn á föst laun (Gustafsson, s. 108). Allar þessar
atlögur fóru út um þúfur að verulegu leyti eða enduðu í málamiðlun.
Að sumu leyti fóru sýslumenn með sigur af hólmi í þessari viðureign,
en þeir vörðu ekki aðeins lénsréttindi sín, heldur einnig hagsmuni stór-
jarðeigenda gegn tilraunum Kaupmannahafnarvaldsins til að bæta kjör
leiguliða og vinnufólks. Þannig var sýslumönnum heimilað með reskripti
11. apríl 1781 að kveða upp dóma, sem ekki varð áfrýjað, í vissum
smærri málum er vörðuðu framfærslumál, húsaga, tíundargreiðslur,
ábúð og brot á ákvæðum búnaðar- og vegatilskipana. Þar með urðu
sýslumenn nær einráðir í héraði (Gustafsson, s. 168, sbr. 160). Með til-
skipun 19. febr. 1783 (Ll 4, s. 683) var lausamennska undantekningar-
laust bönnuð. Tilraunir til að bæta kjör leiguliða enduðu með mála-
miðlun, hagfelldri fyrir landsdrottna.
Ein meginniðurstaða dr. Haralds er að íslenskir embættismenn
hafi öðrum fremur getað haft áhrif á töku ákvarðana í íslenskum mál-
um. Embættismennirnir gættu hagsmuna jarðeigenda, sem ekki urðu
sniðgengnir ef konugsvaldið átti yfirleitt að geta haft stjórn á land-
inu. Landeigendastéttin hafði, undir forystu embættismanna, eins kon-
22