Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 47
stjóri er nefndist rector eða praeses. Þeir höfðu umboðsmenn er nefnd- ust cohortales, en sendimenn keisara, curiosi, litu eftir embættisfærslu landstjóra og umboðsmanna þeirra. 1 Rómaveldi voru dómsstörf ekki greind frá stjórnsýslunni. Umboðs- menn keisarans hlutu því að annast dómsstörf jafnt og stjórnsýslu- störf72). I reynd mun meginþungi dómsstarfanna hafa hvílt á landstjór- um á síðari hluta keisaratímabilsins, en þeir fóru jafnframt með lög- reglustjórn og skattheimtu73). Nýtt stjórnsýslukerfi Þegar hafist var handa um uppbyggingu nýs stjórnsýslukerfis í Frakklandi eftir stjórnarbyltinguna miklu var mjög litið til fornaldar- innar um fyrirmyndir, a.m.k. að nafninu til. Árið 1790 var landinu skipt í 90 sýslur (départements), og árið 1800 skipaði Napóleon, þá ræðismaður, sýslumönnum, er hann gaf embættisheitið préfet (prae- fectus), sýslur þessar, þótt e.t.v. hefði verið meir við hæfi að miða hina nýju skipan við hina fornu skiptingu Gallíu í skattlönd. Sýslu- manni til ráðuneytis voru tvö ráð, annað um skattamál (conseil général), en hitt til úrlausnar ágreiningsmála á sviði stjórnsýslu. Allir ráðsmenn voru skipaðir af stjórninni. Départements greinast í smærri umdæmi, arrondissements, sem stjórnað er af fulltrúum sýslumanna, souspréfets. Napóleon skipaði sjálfur oddvita sveitarstjórna (sveitarstjóra, maires) í stærri sveitarfélögum, en sýslumenn nefndu þá í hinum smærri. Odd- vitar þessir höfðu með höndum ýmis umboðsstörf líkt og hreppstjórar hér. Það stjórnsýslukerfi sem Napóleon kom á hefur haldist í aðaldrátt- um fram á okkar daga. Þótt sjálfræði sveitarfélaga hafi aukist á þeim tíma sem liðinn er, hefur umsjón stjórnarinnar með sveitarfélögum fremur mátt kallast forræði en umsjón fram til þess er valddreifingar- löggjöf sú sem Gaston Defferre, fyrrum innanríkisráðherra, beitti sér fyrir tók gildi á árinu 1983, og í þessu efni hafa sýslumenn haft lykil- hlutverki að gegna. Sjálfræði sveitax-félaga Á ái’unum 1866 og 1871 voru völd sýslunefnda (conseils généraux) aukin og þeim veitt ályktunarvald um málefni sýslufélaganna, en sýslu- mönnum var ætlað að fi’amfylgja ályktunum nefndanna jafnframt því 72) Sbr. t.d. Jóhannes 18, 28-40; 19, 1-16. 73) Sverrir Kristjánsson s. 180. Diocletianus keisari (284-305) heimilaði landstjórum að framselja dómsvald sitt sérstökum dómurum er nefndust judices pedanei. Nánar um umboðsstjórn í Gallíu undir Rómaveldi, sjá HDF, s. 8-17. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.