Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Blaðsíða 60
8. Sáttastörf í vinnudeilum;
9. Veiting atvinnuleyfa fyrir útlendinga;
10. Formennska í stjórn gjaldheimta;
11. Flutningur einkamála sem ríkisvaldiS er aðili að;
12. Formennska í stjórnarnefndum sjúkrahúsa, heilsuhæla,
hjúkrunar- og elliheimila sem rekin eru á vegum ríkisins;
13. Skipun eftirlitsmanna með veiði vatnafiska og umsjón
með starfsemi þeirra og með rekstri klak- og eldisstöðva
fyrir hönd veiðimálastjóra;
14. Umsjón með eignum ríkisins;
15. Umsjón þjóðgarða og kirkjujarða;
16. Formennska í stjórn héraðsskjalasafna;
17. Eftirlit með útvarpsrekstri, myndbandadreifingu og
kvikmyndum;
18. Formennska í barnaverndarnefndum;
19. Formennska í náttúruverndarnefndum;
20. Formennska í samgöngunefndum sem kæmu í stað sýslu-
nefnda vai’ðandi sýsluvegi og önnuðust tengsl héraðsbúa
við Vegagerð ríkisins;
Þær hugmyndir sem hér hafa verið taldar í 20 liðum ber ekki allar
að skoða sem ákveðnar tillögur um flutning verkefna frá miðstjórn-
arstofnunum heldur fremur sem dæmi til að sýna fram á að hægt er
að koma á umfangsmiklum verkefnaflutningi af þessu tagi.
Um einstaka liði þykir rétt að taka fram eftirfarandi:
Um 1.-6. Dómsmálastörf
Störf sýslumanna hafa lengst af tengst dómsmálaráðuneytinu nán-
ustum böndum. Það er því eðlilegt að verkefnaflutningur frá þessu ráðu-
neyti og embætti ríkissaksóknara verði kjarninn í verkefnadreifing-
arátaki. Einn aðalkosturinn við að flytja dómsstörf frá sýslumönnum
til sérstakra héraðsdómstóla er sá að þá verður fært að auka hlutdeild
þeirra í meðferð ákæruvalds að nýju. Lengi hefur það staðið þróun
sakamálaréttarfars mjög fyrir þrifum að embætti ríkissaksóknara
hefur ekki komist yfir að láta sækja dómþing af hálfu ákæruvaldsins
eins og vert væri. Dómsstarfalausir sýslumenn ættu að geta flutt mál
sem saksóknarar höfða en koma ekki við að flytja, og auk þess gætu
sýslumenn sjálfir höfðað minni háttar mál, svo sem ölvunaraksturmál.
Fulltrúar sýslumanna, lögreglustjórar og lögsagnarar, gætu átt hér
hlut að máli með þingsókn og kröfugerð af hálfu ákæruvaldsins, t.d.
54