Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 17
annast útgáfustarfsemi á þessu sviði. Félagið stendur fyrir reglulegu fyrirlestra- haldi og gefur út tímaritið Njörð, þar sem birtar eru greinar um sjóréttarleg málefni. 3.4.4 Félag áhugamanna um réttarsogu. Félagið var stofnað 1982. Tilgangur þess er að efla réttarsögu sem fræðigrein. Fyrsti formaður þess var Páll Sigurðsson prófessor. Félagið hefur reglulega gefið út hefti undir heitinu Erindi og greinar þar sem fyrirlestrar haldnir á vegum félagsins og greinar um réttarsöguleg efni hafa birst.17 4. FÉLAG VALDSMANNA 1924-1941 Um 1920 komu fram hugmyndir um að valdsmenn eða sýslumenn stofnuðu með sér samtök eða félag til að sinna sameiginlegum hagsmunum stéttarinnar. Árið 1924 stofnuðu sýslumenn á íslandi í fyrsta skipti formlegan félagsskap svo vitað sé. Félagið hefur verið nefnt ýmsum nöfnum, svo sem Sýslumannafélagið, Valdsmannafélagið og Félag valdsmanna. Félagið varð ekki langlíft og mun hafa lognast út af að fáum árum liðnum.19 Fátt er í reynd vitað um starfsemi þess, þar sem gerðabækur þess eru glataðar.20 Á stofnfundi félags héraðsdómara árið 1941 kvaddi sér hljóðs Guðmundur Björnsson fyrrum sýslumaður Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu er kosinn var í varastjórn (bráðabirgðastjórn)21 félagsins á stofn- fundi þess árið 1924. Skýrði hann frá því að til væru í sjóði Sýslumannafélagsins um 600 krónur. Kvað hann fyrirhugað að mynda sjóð af fé þessu, er starfaði að sérstöku hlutverki við lagadeild Háskóla íslands. Mæltist hann til þess að núverandi héraðsdómarar, er skipaðir hefðu verið síðan 1924, legðu nokkurt fé í sjóðinn. Pá segir að Magnús Gíslason hafi gert frekari grein fyrir sjóði þessum. Um þetta efni hafa einnig tekið til máls Gísli Sveinsson sýslumaður í Skaftafells- sýslu og Torfi Hjartarson, þá sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði.22 Frekari heimildir um afdrif þessa sjóðs hafa ekki fundist í gögnum Dómarafélags íslands. Á aðalfundi Félags héraðsdómara árið 1949 var þess minnst að 25 ár voru liðin frá stofnun „Fjelags valdsmanna". Var boðað til sérstaks hófs sunnudaginn 20. október af því tilefni. Af hófinu fara hins vegar ekki frekari sögur. 17 Sjá m.a. Páll Sigurðsson: „Félag áhugamanna um réttarsögu“. Tímarit lögfrœðinga 1982 (32), s. 207. 18 Þessar nafngiftir koma allar fram í fundargerðum Félags héraðsdómara. I stofnfundargerðinni frá 1941 er oftast talað um Sýslumannafélagið, sbr. t.d. s. 3. f síðari fundargerðum þar sem félagsins er getið er hins vegar oftar talað um Valdsmannafélagið. Er sú nafngift notuð hér. 19 Hákon Guðmundsson: „Frá Dómarafélagi íslands", Tímarit Lögfræðinga 1966 (16), s. 107 -108. 20 Sjá aðalfundargerð 1970, s. 2. 21 Aðrir í bráðabirgðastjórn voru Magnús Gíslason sýslumaður í Suður-Múlasýslu og Magnús Jónsson sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. 22 Útskrift af fundargerð stofnfundar Félags héraðsdómara frá 1941, s. 2. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.