Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 36
innan félagsins sem fjallaði um réttarfar og skipan dómsvalds í landinu. Pá tók fulltrúi félagsins þátt í starfi sérstakrar nefndar sem skipuð var af dómsmálaráð- herra til að skoða þessi mál. Afrakstur af starfi nefndarinnar var meðal annars setning laga um áskorunarmál á sínum tíma, sem urðu til að flýta mjög meðferð einfaldra skuldamála. Pessi mál voru mest áberandi umræðuefnið á fundum félagsins allt það tímabil sem hér um ræðir. Fullyrða má að áhrif félagsins á þessum vettvangi hafi ávallt verið mikil. í sumum öðrum málum hafa umsagnir félagsins reynst léttvægar eða þær staðist illa tímans tönn. Má hér nefna að á aðalfundi 1969 voru til umræðu áform dómsmálaráðherra um að breyta stærð löggilts skjalapappírs í stærðina A4. Skipuð var sérstök nefnd innan félagsins til að fjalla um þetta mál. í þessa nefnd voru skipaðir Einar Ingimundarson, Ólafur Pálsson og Friðjón Þórðarson. Nefndin klofnaði í málinu. Einar Ingimundarson var sá eini sem taldi breytingarnar æskilegar. í áliti sínu nefndi hann það meðal annars að A4 stærðin félli „að gerð venjulegra skrifborðsskúffa, ...“ Meirihluti nefndarinnar var hins vegar á annarri skoðun, en álit hans skrifaði Ólafur Pálsson og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á málinu. Taldi hann að minnkun skjalapappírs hefði marga ókosti í för með sér, þar sem m.a. væri minna pláss á skjölum af þeirri stærð til að koma þar öllu fyrir sem þar þyrfti að vera. Síðan segir hann orðrétt: „Samkvæmt ofanrituðu er það álit mitt, að stærð hins núverandi skjalapappírs sé heppileg, en að öll minnkun hans væri til óhagræðis og að löggiltur skjalapappír af stærðinni A4 komi ekki til greina og er ég algerlega mótfallinn að tekinn verði upp löggiltur skjalapappír af síðastgreindri stærð, a.m.k. meðan skylt er að varðveita þinglýst skjöl í innbundnum bókum.“55 Þetta álit varð jafnframt álit aðalfundar Dómarafélags íslands. Dómsmálaráðherra lét þetta hins vegar ekki trufla áform sín um að minnka skjalapappírinn. Annað mál þar sem umsögn hefur hlotið svipuð örlög, þótt síðar hafi verið, varðar hugmyndir um lögleiðingu bílbeltanotkunar. Stjórnin fjallaði sjálf um erindið á stjórnarfundi 1975. Svar hennar var á þá leið að hún teldi enga þörf á „að gera notkun öryggisbelta að lagaskyldu.1456 Sem fyrr segir voru umsagnir og ályktanir um löggjafarmálefni orðinn fyrirferðamesti málaflokkurinn á fundum félagsins. Leiddi þetta til þess að sett var á laggirnar, að tillögu Steingríms Gauts Kristjánssonar, sérstök nefnd innan félagsins sem skyldi sinna þessu verkefni. Árið 1977 var nefnd þessari skipt upp í tvær sem höfðu hvor sitt verksvið. Annars vegar var um að ræða sérstaka nefnd sem sinnti löggjafarmálefnum almennt og hins vegar nefnd sem fjallaði sérstak- lega um réttarfar og dómstólaskipan. Sýnir þetta hversu stór hluti þetta var orðið af starfsemi félagsins. 55 Útskrift aðalfundargerðar 1969, s. 5 - 6. 56 Gerðabók 1971 - 1983, s. 60. 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.