Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 25
5.3 Dómarafélag íslands 1957-1964 Á aðalfundi Félags héraðsdómara árið 1957 lagði þáverandi formaður þess, Jón Steingrímsson, fram tillögu til breytinga á lögum félagsins. Samkvæmt þeim skyldi heiti þess vera „Dómarafélag íslands“. Þá var gert ráð fyrir að félagar gætu orðið allir skipaðir héraðsdómarar og hæstaréttardómarar landsins. Til- laga formanns var samþykkt. Pó að hér hafi verið um að ræða nokkuð róttæka breytingu á skipulagi félagsins, sem átti eftir hafa mikil áhrif á starfsemi þess, verður ekki séð af fundargerðum að ágreiningur hafi verið um málið. Sú stefna sem þarna var tekin var enn frekar áréttuð á aðalfundi 1961 þegar samþykkt var að rýmka 2. gr. laga félagsins enn frekar. Auk skipaðra héraðsdómara og hæstaréttardómara, gátu orðið félagar hæstaréttarritari, tollstjórinn í Reykja- vík, lögreglustjórinn í Reykjavík og saksóknari ríkisins. Þær breytingar á lögum um aðild að félaginu sem gerðar voru 1957 undirstrika þá breytingu sem jafnframt varð á starfsemi félagsins á þessum tíma. Þessum breytingum verður best lýst þannig að félagið breyttist úr því að vera félag sem starfaði mest að sérstökum hagsmuna- og kjaramálum félagsmanna, en þó einkum bæjarfógeta og sýslumanna vegna umboðsstarfa þeirra, í félag sem starfaði að fjölþættari verkefnum sem snertu alla dómara landsins í ríkara mæli. Sú breyting sem varð á skipan dómsmála í Reykjavík árið 1961 með lögum nr. 98/196129 um dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimtu o.fl. í Reykjavík, hafði einnig áhrif á starfsemi félagsins. Lögin höfðu þá breytingu í för með sér að borgardómarar og borgarfógetar urðu 5-7 eftir nánari ákvörðun dómsmálaráð- herra. Við þetta fjölgaði héraðsdómurum í Reykjavík verulega. Áður hafði sakadómurum fjölgað. í greinargerð með frumvarpi til laganna kemur fram að málum hefði fjölgað svo í Reykjavík að dómararnir kæmust ekki lengur yfir að dæma þau. Þess í stað hefðu fulltrúar þeirra haft dómstörfin með höndum. Þótti auðsýnt að þeir menn sem færu með og dæmdu mál sjálfstætt ættu að bera fullt dómaranafn og hafa réttindi og skyldur samkvæmt því.30 í grein sem Benedikt Sigurjónsson ritaði í Ulfljót fjallar hann um hlutskipti dómarafulltrúa og segir að aðstaða þeirra sé öll hin lélegasta og að þeir njóti ekki sérréttinda dómara, þótt þeir hafi í reynd vandasöm dómstörf með höndum. „Er nokkur ástæða til að telja þetta með hinum mestu göllum á dómsmálakerfi okkar.“31 Við þessa breytingu fjölgaði héraðsdómurum allmikið. Af þessu leiddi að samsetning félagsins breyttist mjög. Skipta mátti félagsmönnum í tvo jafnstóra hópa: 29 Með lögum nr. 82/1961 var gerð hliðstæð breyting við embætti sakadómara í Reykjavík. Samkvæmt þeim lögum var heimilt að sakadómarar yrðu 3 - 5 eftir ákvörðun dómsmálaráðherra. Þessi lög voru felld inn í lög nr. 98/1961. 30 Alþingistíðindi A, 1961, s. 236. 31 Benedikt Sigurjónsson: „Um starfsréttindi lögfræðinga“, Úlfljótur 1960, s. 127. 183

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.