Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 44
hópurinn víðreist um Bandaríkin og voru sóttir heim dómstólar í Washington, Boston, Philadelphia og New York. Þá heimsóttu dómararnir lagadeild Harvardháskóla. Segir í skýrslunni að dómurunum hafi hvarvetna verið vel tekið og að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík og ánægjuleg. Segja má að hópferðir dómara til útlanda séu orðnar fastur og umfangsmikill liður í starfsemi félagsins. Má hér nefna ferð til Danmerkur og Suður-Svíþjóðar í október 1981,71 ferð til Finnlands 30. september - 10. október 1983,72 ferð til Skotlands 1985,73 ferð til Strassborgar, Karlsruhe, Stuttgart og Esslingen 1988.74 Ekki verður skilið við þennan þátt um erlend samskipti án þess að geta um aðild Dómarafélags Islands að Alþjóðasambandi dómara. Á þingi Dómarafé- lags íslands 1980 var samþykkt að sækja um aðild að Alþjóðasambandi dómara.75 Varð Dómarafélag íslands fullgildur aðili að sambandinu árið 1982. Það var þó ekki fyrr en í október árið 1984 að þáverandi formaður félagsins, Ármann Snævarr, sótti aðalfund sambandsins sem haldinn var í Lichtenstein. Kostnaður vegna þátttöku í starfi samtakanna kom þó í veg fyrir að Dómarafé- lag íslands gæti tekið fullan þátt í starfseminni til að byrja með. í skýrslu fyrir starfsárið 1984-1985 lýsir stjórnin nokkrum áhyggjum af þessu og dregur í efa að félagið hafi bolmagn til að halda þessu starfi áfram til langframa.76 Af þessari ástæðu m.a. gætti jafnan nokkurra efasemda um réttmæti aðildar að samtökun- um. Þó hafa þeir félagsmenn sem tekið hafa beinan þátt í starfinu verið á einu máli um að þátttaka Dómarafélags íslands sé fyllilega réttmæt.77 Frá 1988 hafa Islendingar tekið þátt í þingi sambandsins með fuliri aðild. 1988 var þingið haldið í Berlín og sóttu það tveir fulltrúar frá Dómarafélagi íslands, þeir Friðgeir Björnsson þáverandi formaður og Valtýr Sigurðsson gjaldkeri. Næsta þing Alþjóðasambands dómara var haldið í október 1989 í portúgölsku nýlendunni Macao skammt frá Hong Kong og sóttu það sömu fulltrúar og áður, en auk þeirra bættist Haraldur Henrýsson í hópinn. Síðast var þingið haldið í Helsinki, en það sóttu Friðgeir Björnsson, Pétur Kr. Hafstein og Sigríður Ingvarsdóttir. Of snemmt er hins vegar að leggja hér mat á gildi þessa starfs fyrir Dómarafélag fslands þegar til lengri tíma er litið. 71 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1980-1981, s. 5-7. Sjánánari frásögn ÓlafurSt. Sigurösson: „Ferð dómara til Danmerkur og Suður - Svíþjóðar 1981“: Tímarit lögfræðinga 1982 (30), s. 92 - 95. 72 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1982 - 1983, s. 5 - 8. 73 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1984-1985, birt með aðalfundargerð 1985, s. 5 - 6. 74 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1987-1988, s. 5-6. 75 f gögnum Dómarafélags fslands er yfirleitt talað um Alþjóðasamband dómara. Pó eiga einstakir dómarar ekki beina aðild að samtökunum, heldur heildarfélög dómara í einstökum löndum. Sjá t.d. skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1983-1984, s. 5. 76 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1984 - 1985, s. 4. 77 Sjá t.d. skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1987 - 1988, s. 9 - 10. 202
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.