Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Qupperneq 7
5
í lagadeild:
Prófesssorarnir Lárus II. tíjarnason, Jón Kristjánsson
og settur prófessor Ólajur Lárusson. — Hinn siðastnefndi
var samkvæmt tillögu lagadeildar settur til þess að gegna
fyrst um sinn embætti því við háskólann, er áður liafði
haft Einar Arnórsson, núverandi ráðherra Islands.
1 læknadeild:
Prófessorarnir Guðmundur Magnússon og Guðmundur
Hannesson og aukakennarar Andrjes Fjeldsted augnlæknir,
Asgeir Torfason efnafræðingur, Gunnlaugur Claessen læknir
og forstöðumaður Rönlgensstofnunar háskólans, Jón Ilj.
Sigurðsson héraðslæknir, Ólajur Porsleinsson eyrna-, nel'-
og hálslæknir, prófessor Sœmundur tíjarnhjeðinsson holds-
veikralæknir, Vilhelm Bernhöjt tannlæknir og Pórður Sveins-
son geðveikralæknir.
í heimspekisdeild:
Prófessor dr. phil. fíjörn M. Ólsen, prófessor dr. phil.
Agúst H. Bjarnason, dócent Jón Jónsson, lalínu og grisku-
kennari Bjarni Jónsson frá Vogi og sendikennari dócent
Holger Wiehe.
Dr. phil. Alexander Jóhannesson, sem haldið hafði
fyrra háskólamisserið fyrirlestra um þýsk fræði með styrk
Alþingis, sótti um reglulegt kensluleyfi við háskólann síðara
misserið. Veitti háskólaráðið honum það (sbr. 55. gr. reglu-
gj. háskólans), og var hann tekinn inn á fyrirlestraskrá
háskólans sem einkakennari (privat docent).
Sú fregn harst hingað til lands í fyrra sumar (1915),
að hinn frakkneski sendikennari, Alex. tíarraud, hefði fallið
i stríðinu 20. júní þá um vorið. Mintist háskólaráðið þess
með söknuði, og rektor háskólans vottaði ræðismanni
Frakka liluttekningu út af fráfalli hins ágæta kennara.
Snemma á siðara kenslumisserinu fjekk prófessor Guð-
mundur Magnússon utanfararleyfi og undanþágu frá kenslu-
störfum út misserið, vegna sjúkleika, er hann þurfti að leita