Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Side 17

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Side 17
15 Nemendurnir voru æfðir í að þekkja helstu sýrur og basa, og greina efni þessi sundur í margvíslegum efnablöndum. Auk þess voru og æfingar í lifrænni efnarannsókn 3 stundir einu sinni á viku síðara misserið. Aukakennari Vilhelm Bernhöft, tannlæknir: Hafði verklegar æfingar í tannaútdrœlti og fyllingu tanna við ókeypis lækningu háskólans, 1 stund á viku bæði misserin. Heimspekisdeildin. Prófessor dr. phil. Björn M. Ólsen. Fyrra misserið: 1. Hjelt áfram fyrirlestrum um Bókmeniasögu íslendinga, þar sem hætt var á síðara misseri, í einni stund á viku. Rakin nákvæmlega Grettis saga og Finnboga saga ramma. Lýst þeim söguþátlum, sem koma við Húnavatnsþing og Skagafjörð (Odds þætli ófeigssonar og Þorsleins þætti skelks, — þáttum Svaða, Arnórs kerl- ingarnefs, Þórhalls knapps og Sneglu-Halla). Byrjað á, en ekki til fulls lokið við, að rekja Víga-Glúms sögu. Jafnframt rifjaði kennarinn upp eldri fyrirlestra sina um bókmentasöguna i einni stund á viku. Var þar fyrst lesinn almennur inngangur til bókmentasög- unnar og sjerstaklega til skáldakveðskaparins, og síðan lýst hinum elstu norsku skáldum (síðast Eyvindi skáldaspilli). 2. Fór yfir Sólarljóð og Eddukvœðin, Goðrúnarkviðu fyrstu og Sigurðarkviðu skömmu. Tvær stundir á viku. 3. Fór yfir Greltissögu 1.—47. kap. (munnlegar æfingar) og beygingafræðina í Málfræði íslenskrar tungu eftir Finn Jónsson, Khöfn 1908. Ein stund á viku.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.