Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Qupperneq 23
21
► Læknadeildin.
1. Upphafspróf.
Undir próf í efnafræði gengu 8 stúdentar i lok siðara
misseris.
2. Fyrri hluti embœttisprófs.
í lok fyrra misseris lauk 1 stúdent því prófi, en þrir
stúdentar í lok síðara misseris.
3. Síðari hluli embœttisprófs.
Einn stúdent lauk þvi prófi í lok fyrra misseris, en um
sumarið gengu tveir stúdentar undir það og stóðust báðir prófið.
Um veturinn fór skriflega prófið fram dagana 1.—3.
febrúar. Verkefni voru þessi:
1 handlæknisfræði: Sundurgreining á kviðarþykkildum
(tumores abdominis).
í lyflæknisfræði: Taugagikt (neuralgiae), einkenni, sund-
urgreining eftir orsökum og meðferð.
í rjettarlæknisfræði: Kona elur barn á laun. Þegarkomið
er til hennar liggur barnið i grasinu og fjdgjan ókomin. Yfirsetu-
konan kemur að vörmu spori. Hún skilur á milli, er í efa um
það, hvort barnið sje dautt, reynir að lífga það á venjulegan
liátt, en tekst ekki. Hún slcýrir lögreglustjóra frá málavöxlum.
Hann biður lækni kryfja barnslikið og aðgæta vandlega, hvort
barnið muni hafa fæðst dautt eða lifandi. Engir áverkar sjást
á líkinu. — Hvernig á að haga likskurðinum? Hvað finst ef
barnið fæddist dautt? Hvað finst ef það fæddist lifandi?
Prófinu var öllu lokið 14. febrúar.
Skriflega prófið um sumarið fór fram dagana 2,—5. júní.
Verkefni voru þessi:
í handlæknisfræði: Hvernig er farið að þekkja garna-
stiflu og gera við henni.
í lyflæknisfræði: Blóð í saur: Hvernig á að finna það?
Af hverju orsakast það? Og hvernig á að aðgreina orsakirnar?
í rjettarlæknisfræði: Hvernig er farið að komast að
þvi, hvort maður er lifs eða liðinn?