Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Blaðsíða 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Blaðsíða 3
VIKUÚTGAFAN Skólafólk í Madríd, höfuðborg Spánar, heldur kröfugöngu gegn íhaldinu og kommgs- sinnum. Skotið í Eyjum. FB., 26. jan. lít af fregn, sem birt var í AI- þýðublaðinu í dag undir fyrir- sögninni „Morðtílraun í Vest- inannaeyjum", hefÍT FB. aflað sér eftáir farandi upplýsinga: Kl. 12—1 í gærkveldi voru nokkrir menn hjá ísleifi Högna- syni, og sátu þeir þar tií kl. hér um bil 1. Ætla þeir, að skotið hafir verið inn um gluggann, og hefir málið verið til rannsóknar síðan um kl. 12—1 í dag, en þá var lögreglustjóra tiilkynt hvað gerst hafði. Hefir þetta verið rannsakað eftdr föngum, en rann- sókn er ekki lokið. Þegar þetta bar tiJ var rigning og að kalla snjólaust og eigi dimt. Enginn mannanna, sem hjá ísleyfi var, né hann, fóru út þegar, en þeir skygndust út, en sáu engan. Við athugun á rúðunni, sem er úr „vitagleri" kom í ljós, að á henni er gat, sem gæti verið eftir kúlu. Er lítið sprungið út frá gat- inu og því sennilega ekki um stein að ræða. Gatið er um 7 mm. í þvermál og 183 cm. frá gólfi. ísleifur hefir borið, að gluggatjald hafi verið dregið fyr- ir, en á því sést ekkert. Ekki var athugað þá um nóttina hvort kúla væri í herberginu, en eigi hefir hún fundist, þórt leitað hafi verið. __ Þegar mennirnir komu út, nokkru eftir að þetta bar tiJ, sáu þeir engan á ferli þar í kring. — Rannsókn verður haldið áfram til að reyna að grafast fyriT um hvernig í málinu liggur. Vlðtal við fsleif Hb'jinason. Út af skeyti FB. talaði Alþýðu- blaðið 27. jan. við Isleif Högna- son. Segir hann, að nokkru eftir að skotið hafi komið í gluggann, þá hafi hann slökt ljósið^og þeir félagar farið út til að gæta að hvort þeir fyndu ekki tilræðis- manninn, en sáu engan. ísleifur kveður það vera rangt í skeyti FB., að ekkert sjáist á glugga- tjaldinu. Á því sjáist skrámur beint á móti gatinu á rúðunni og í skrámunum sé glermylsna. Isleifur telur, að skotið hafi verið á 50—60 faðma færk GJerið í rúðunni, sem skotið fór í gegn um, er hálfur sentímeter á þykt; er gatið í rúðunni mjóst að utan en víðast að innan (eins og trekt). Vinnukonan hjá ísleifi svaf, er þetta gerðist, gg var hún búin að taka til í stofunni áður en hún vissi um tilræðið. Mopgnnblaðlð fermeð vfsvit- andi ósannindl. Mgbl. er 27. jan að reyna að koma fólki til að trúa því, að ísleifur hafi látið skjóta inn um gluggann hjá sér. Er þetta sam- kvæmt öðru hjá þessu blaði. Og tilað gera litið úr tilræðinu hefir blaðið eftir bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, að ekkert sjáist á gluggatjaldinu, sem var fyrisr glugganum. Alþýðublaðið átti í morgun tal við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum, og segir hann frá því, að á gluggatjaldinu sjá- ist skráma, og er frásögn hans um það atriði lík því, sem Isleifur segir. Vondar póstsamgöngur, ' Af Langanesi er FB. skrifað: Menn kvarta hér mjög yfir vond- um póstsamgöngum. Til dæmis er engin von um að fá póst eða koma pósti til Reykjavíkur þar tii eftir miðbik marzmánaðar, er „Esja" verður héT á ferðinni. Deilan i Vestmaanaepinm. ? iðia) við Guðmund Helgason vevkamann 28. f. m. átti Ailþýðublaðið við- tal við Guðmund Helgason, verka- mann í Vestmannaeyjum, og íót- ttst honum þannig orð um deii- una þar: Sjómannafélagið hefir aldrei náð samningum við útgerðarmenn van kaup og kjör sjómanna, og hafa því sjómenn oftast ráðið *ig samkvæmt taxta, er sjómianna- félagið hefir sett upp, en þó mun það ekki hafa verið algild regla. Krafa Sjómannafélagsins vaT í baust að hásetar fengju 250 kr. á mánuði, 90 kr. í fæðispeninga og 15 kr. fyrir hvern helgidag, sem unnið væri. — tltgerðarmenn hafa neitað að ganga að þessu og ekki viljað tala við félagið. Hins vegar hafa þeir reynt að ráða sjómenn upp á aflahlut, en ekkj tekist. Nú hefir Sjómannafélagið náð samningum við nýstofnað félag smáútvegsmanna, sem ræður yfir um 25 bátum, en þá eru eftir um 60 bátar. Kjörin, sem sjó- menn fengu við þessa samninga, eru 275 kr. á mánuði (en útgerð- armenn skuldbinda sig tiil að selja þeim fæði, húsnæði og þjónustu fyrir 75 kr. á mánuði) og 15 kr. fyrir hvern helgidag, sem unnið er. Enn fiemur fá þeir gengis- tryggingu, það er, ef útgerðar- menn fá meira fyrir afurðir sín- wc vegna þess að íslenzka krónan fellur móts við sterlingspd., þá fá sjómenn uppbót. Vélamenn fá 275 kr. á mánuði, 15 kr. fyrir hvern helgidag og 2o/o af afla, enn frem- ur gengistryggingu eins og háset- arnir. 1 deilu sinni við stærri útgerð- armenn eru sjómenn mjög á- kveðnir. Er ekki' hægí aö ímynda sér annað en að deilan hljóti að vinnast, enda stendur alilur verka- lýður ákveðinn að baki sjómann- anna, og vil ég geta þess, að það er fjarstæða hin mesta og óra- langt frá öllum sannleika, sem „Verklýðsblaðið" hefir verið að reyna að sprengja með fylkingar verkalýðsdns heima. Félagar í jafnaðarmannafélaginu „Þórs- hamri" standa að fulilu og öllu með sjómönnum, enda væri ann- að algerlega brot á stefnu Al- þýðufiokksins. „Þórshamar" hef- ir líka gert samþykt um, að félag- ar hans störfuðu eindregið að aigri s]'ómannanna. Sjómenn verða að gera það, bæði sín eigin vegna og vegna •téttarbræðra sinna í Eyjum, að iara ekki til Vestmannaeyja með- an ekki næst samkomulag við útgerðarmenn. Nýtt yfirvald í Keflavfk. ------ 2. febr. Margir hafa heyrt um sikó'snaið- inn þýzka, sem fer í höfuðs- niannseinkiennisbúning og hand- tók borgarstjórann í Köpenick og lagði hendur á bæjarsjóðinn. En núna í vikunni sem leið kom spaugilegt atvik fyrir í Keflavík, sem mjög minnáT á söguna af höfuðsmanninum frá Köpenick. Maður úr Reykjavík, siem ekk- ert dómsvald hefir frekar en Oddur Sigurgeirs&on, fer suður í Keflavík, setur þar rétt, stefnir til sín vitnum, yfirheyrir o. s. frv. Maður þessi hlýtur þó að vita, að það liggur alt að tveggja ára fangelsi við því að þykjast vera yfirvald, en hann hefir vafa- laust hugsað sem svo, að þar sieírt ekki heíði verið hreyft við hon- um fyrir frammistöðu hans sem bankastjöra í íslandsbanka, þá yrði ekki. farið að höfða mál á sig út af þessu „lítilræði", og er það vafalaust rétt ályktað. Maður sá, er hér unr ræðir, heitir Eggert Claessen. Ópíumsœyglun, sem mistókst. Vitavörðuriinn í Horsburg-vitan- um við Kínaströnd, 30 sjómilur frá Singapore, sá í kíki hvernig pokar voru látnir í sjóinn frá gufuskipi, er síðan fór leiðar sinn- ar. Þegar viitavörðurinn horfði bet- ur, sá hann að maður var þarna í sjónum hjá pokunum. Beið hann þá ekki boðanna, en mannaði smábát og réri á staðinn. Var þar þá Kínverji með.kork- belti, og við hann bundnir firmm pokar, er flutu hjá honum. Drógu þeir nú Kínverjann upp í bátinn, en hann vildi það ekki og braust um svo þeir urðu að binda hann, en síðan drógu þeir pok- ana upp í bátinn. Héldu þeir í fyrstu að hér hefði átt að fremja ægilegan glæp á Kínverjanum og hann því orðið viískertur. En þeg- Sar í land kom og skoðað var í pokana, sýndi sig að í þeim var ópíum í vatnsþéttum uimbúðum, samtals 20—30 þús. kr. verði Hafði fiskibátur úr landi átt að sækja manninn og ópíumið, sem átti að smygla í land, og sást sá bátur hringsóla á þessum Silóðuin tíu mínútum síðar. Mannfjöldi Slglufjardar var um áramót 2100. Árið sem leið fjölg- aði fólkinu þar um 70. Búsett á kaupstaðarlóðinni 1991. Árið sern leið fæddust þar 66 börn, en 33 manns dóu. Gefin voru saman 23 hjón, þar af 4 borgaralega. Fermdir 45. (FB.)

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.