Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Blaðsíða 6

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Blaðsíða 6
VIKUOTGAFAN LoftskipiT) „Aknorí' og skýli pcss Loftskip þetta er langstærsta loftskip í heimi, því það er helmingi stærra er Zeppelin greifi. Þaö er 'með átta 560 hestafla mótora og getur fari'ð 16000 kíló- metra án þess a'ð taka benzín. I skýli flugskipsins, sem sýnt er á neðri myndinni, komast 100 þúsund manns fyrir, þ. e. allir íslendingav gætu staðið þar af sér skúr. „Dapsurún" og Keflavíknrdeilaie Á fundi verkamannafélagsins „Dagsbrúnar" 31. jan. var þessi sam- þykt gerð með mörgun hundruðum atkvæða gegn einu atkvæði: Félagið heitir fullum stuðningi sínum við Alþýðusambandið í deilu þess við Útgerðarmannafélag Keflavikur. Hver myndi trúa pvi? Gains- ville heátir bær í Alabamarikinu í Bandaríkjunum. Nýlega fengu bæjarbúar bréf frá bæjarstjöran- um, P. M. Norwood, þess efnis, að bærinn kæmiist af án þess að nokkrir skattar væru lag'óir á í- búana í ár. — Hann kvað bæinn eiga inni í banka, er væri nóg til þess að greiða neksturskostn- að, og hann skuldaði engum eitl einasta oent, hvorki i verðbréf- um né öðru. Skömmu fyrir jól í fyrra var hinu sama lýst yfir. Þau vom sýkruid. Áður var frá því skýrt hér, að eitur- birlunarmál nokkurt væri íyrir dómstólunum í Sviss, og læknir- inn Reidel og unnusta hans kref ð- | ust þess, a'ð þau væru sýknuð af morði, sem þau voru dæmd fyrir íyrir mörgum árum. Nú hefir farið svo, að þau voru bæði sýknuð, en svo dæmt, að lækn- isfrúin hefði framið sjálfsmorð. Reidel fékk 36 þúsund sviss- neska franka í skaðabætur, en ungfrú Gaula, unnusta hans, 15 þúsund. Daiid kona skorin npp. Fyrri hluta dezembermánaðar ók bif- reið á garnla konu í Alfastorp í Svíþjóð, og beið konan bana af því. Maðurinn, sem ók bifreiðinni, er ákærður fyrir að eiga sök á slysinu, en hann neitar. Nú hefir verið ákveðið að skera dánu kon- una upp og rannsaka hana inn- vortis til að reyna að komast að því sanna um það, hvort þeirra átti sökina. Fœrri dmidans matur. Fyrir 40 til 50 árum dóu að meðaltali 24 til 25 menn af hverju þúsundi. En á árunum, sem liðið hafa sífean, hefir þeim stöðugt fækkað, sem dóu, svo nú eru það ekki nema 11 til 12 af hverju þúsundi, sem deyja árlega. Enn þá eru það þó þrjú lönd í álfunni, þar sem manndauði er fátíðari en hér, en það eru Noregur, Danmörk og Holland. Bblvun móðurinnar. 54 ára gamalil hándverksmaður í Vínar- borg, Josef Lamprecht að nafni, lienti sér fyrir nokkru í Doná. Fiskimenn náðu í hann, en þá var hann látinn.~Hann hafði skilið frakka sinn eftir á árbakkanum og í vasa hans var bréf, sem á stóð: „Böivun móður minnar hvíl- ir á mér eins og mara; ég afber þetta ekki lengur." Geisla-midill allmerkilegur ger- ir nú alla hisisa þar s>em hann ; kemur. Miðill þessi heitir Pas- ; quale Erro og er Itali. Hann eT I nú sem stendur í Englandi. Erro 5 dáleiðir sjálfan sig, og þegar hann er kominn í dáleiðsluá- i standið stafa út frá honum marg- ; litir geislar, sem verða jafnvel 6! StaJreyndir handa Alpýðnflokksmonnnm 1. Laugardaginn 1. febrúar 1930 var Islandsbanka lokað á venju- legum tíma, en var ekki opnaður aftur mánudagsmorguninn 3. febr. Þaö voru bankastjórarnir sjálfir, sem tóku þessa ákvörðun, því þeir gerðu ráð fyrir, að menn myndu vilja taka meira fé út úr honum en bankinn hafði til. 2. Sama dag (3. febr.) segir Ólafur Thors í þingræðu í 'neðri deild: „Bankinn hefk verið skoðaður og telst eiga fyrir skuidum." 3. Morgunblaðið 'segir 7. febr.. að í Kaupmannahöfn séu menn farnir að tala um, að það munij vera „alveg óeðlilegar ástæður" fyrir lokun Islandsbanka. 4. Tveim dögum síðar (9. febr.) segir Morgunblaðið: „Lokun íslandsbanka er undir- búin og framkvæmd af gömlum hatursmönnum bankans. Þetta veit alþjó'ð nú þegar — og þetta skal verða sannað á sínum tíma." 5. Sama dag segir blaðið enn fremur, að nú sé öllum ljóst, að „stjórn íslands og ráðamenn séu skammsýnir afglapar á sviði fjármálanna, snauðir af ábyrgð- artilfinningu." Ekkert er nefnt þarna um á- byrgðartilfinningu Eggerts Claes- s>ens og Sigurðar Bggerz, ftn geng- ið virðist vera út frá því, aðJ hún sé mjög rík. 6. 1 nefndaráliti Ólafs Thors og Magnúsar Guðmundssonar í bankamálinu segja þeir meðal annars: „Bankinn er talinn eiga fyrir skuldum. Nauðsynleg af&kifti lög- gjafans sýnast því ríkissjóði á- hættulaus." 7. í framsöguræðu í þinginu 10. febr. talar Ólafur Thors um „undanbrögð" bankastjóra Lands- bankans í Islandsbankamálinu, eri nefriir íslandsbankastjórana hvorki til ills né góðs. 8. Morgunblaðið segir 17. febr. eftir Jóni Þorlákssyni (í þing- ræðu), að hann álíti að það þurfi ekki að vera nein áhætta fyrir ríkissjóð að endurreisa íslands- banka með því að veita honum fé enn á riý. 9. Morgunblaðið segir frá því 23. febrúar, að „óvildarmenn Is- landsbanka" gangi jafnvel svo langt, að þeir álíti „að bækur bankans og reikningar séu fals- aðir" og * afc þeir hafi „jafnvel sagt það berum orðum í blöðuim sínum." 10. Sama dag segir Morgun- blaðið frá því með breyttu letri ,/iö láta muni mjög nœrri, ad bankinn eigi fyrir skuldum fijrir utan hlutafé." 11. Hæstaréttardómur, er féll 11. dez. 1931, staðfestir, að reikn- ingar íslandsbanka hafi verið fals- aðir. T. d. hafi tvær upphæðir, sem raunverulega voru danskar krónur, verið tilfærðar sem ís- lenzkar, og skuldir þessar því numið yfir eina milljón umfram- það, er reikningarnÍT sýndu. 12. Sami hæstaréttardómur staðfestir, að í bókum bankans hafi verið taldar sem elgnir skuld- ir, sem bankastjórarnir hafi vitað aö voru tapaðar, t. d. skuldir Stefáns Th. Jónssonar á Seyðis-- firði og Sæmundar Halldórssonar í Stykkishólmi. Nam skuld hins; síðar nefnda, þegar bú hans loks var tekið til gjaldþrotaskifta fyrri hluta árs 1930, 772 þús. 354 krón- um og 67 aurum, en eignir upp í það metnar 43 þús. kr., þ. e. skuldin var 18 föld mSti eignum.^ Til viðbótar þessum stað— reyndum má geta, að Morgun- blaðið segir frá því 12. febrúar 1930, að samkvæmt þeim upplýs- ingum, er Sigurður Eggerz hafi gefið á þingfundi tveim dögum. áður, þ. e 10. febrúar, þá sé „það alveg sýnilegt, að krafa al- mennings hljóti að verða sú, að ítarleg rannsókn fari fram á öll- um tildrögum bankalokunarinn— ar." metra langir. Þannig hefir það verið frá því Erro var 14 ára. Drengurinn, sem skaut á skratt- ann: Fyrri hluta flezembermán. Téðist grímubúinn ræningi inn í skógarvarðarhús nokkurt í Ade- Inau í Rínlandi. Enginn var heima, nema tvö börn skógarvarðarins, stúlka, 13 ára gömul, og drengur, 11 ára. Ræninginn kvaðst vera skrattinn sjálfur og heimtaði, að þau létu hann fá alla peninga, sem væru tiíl í húsinu. Litla stúlk- an varð auð^tað hrædd og bjóst undir eins til að afhenda honum 300 krónur, sem faðir hennar átti, en þær voru uppi á lofti. Fóru þau því, stúlkan og ræninginn, upp á loft til að sækja féð, og afhenti hún honum það. en síðan gengu þau niður. Þegar ræninginn stóð i neðsta þrepí stigans, sá hann hvar litli dreng- urinn stóð og miðaði á hann byssu. Ræninginn stóð sem steini lostinn. Alt í einu kvað við hár hvellur og ræninginn steyptist á gólfið, steindauður. Skotið hafði hitt hann í hjartað. Drengurinn kvaðst hafa álitið, að fyrst þetta væri fjandinn, þá mætti hann skjóta hann, og allir hlytu að þakka honum fyrir að hafa loks- ins ráðið niðurlögum hans, „þvl marga er skollinn búinn að fara illa með," sagði drengurinn. Grís fæddist nýlega í Dan- mörku. Bar hann hjartað utan á skrokknum, og sló það þar. Grís- inn var drepinn.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.