Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1943, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 01.05.1943, Blaðsíða 5
ALHyÐUMAÐUR^N 5 ureyrar hefir ekkert unnið til saka. Peir hinir fávísu »sameiningar«-Jónar ásaka fclagið um að hafa ekki haldið fund um mál sem þeir þótt- ust þurfa að bera upp fyrir félags- mönnum, en lög Alþýðusambands- ins gera alls ekki ráð fyrir því að slíkir jónar eigi heimtingu á því að haldnir séu fundir í verklýðsfé- lögum út um land, þó þeim kunni að þóknast að krefjast slíks, og enn fjær er það að lög Alþýðu- sambandsins geri ráð fyrir því að hægt sé að víkja félagi úr sam- bandínu þó því þóknaðist að neita sltkum Jónum um fundarhöld. Eftir að hlff hafði verið vikið úr Alþýðusambandinu stofnuðu hafn- firskir verkamenn, sem ekki gátu unað aðgerðum Hlífar í verklýðs- málum Hafnarfjarðar, verkamanna- félag, sem gekk í Alþýðusamband íslands. Þetta nýja félag gerði strax samninga við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og fleiri atvinnurtk- endur í Hafnarfirði um kaup og kjör félaga sinna, en Hlíf taldi sig hafa rétt til þess, sem eldra verka- mannafélag I Haf.narfirði að fara með kaupgjaldsmál allra hafnfirskra verkainanna, og málinu var skotið fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Hlíf ætti réttinn til þess að ráöa málefnum verkamanna í Hafnarfirði. Samningar þeir, sem nýja félagið var búið að gera við Bæjarútgerð- ina og fleiri voru dæmdir ógildir, og félagið sem stofnað hafði verið og gengið var í Alþýðusambandið, varð að leggja niður sfarfsemi sína. Þar sem aðstaðan er algerlega hin sama hér og í Hafnarfirði, að yngra félagið verður að bola eldra félaginu frá sér til þess að ná völdum í kaupgjaldsmálum verka- manna hér, er sýnitegt að ágrein- ingur út af þeim málum heyrir undir úrskurð Félagsdóms, og ó- sennilegt er að úrskurður hans geti fallið á annan veg en hann féll f Hafnarfjarðardeilunni- En við skulum þó hugsa okkur að nýja félagið reyni að komast fram hjá Félagsdómi og hugsaði sér að út- kljá þessi mál með vinnustððvun, en um þá aðferð segja lög um stéttarfélög og vinnudeilur; 17, gr.: »Óheimilt er að hefja vinnu- stöðvun: 1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úr- skurðarvald um, nema til fullnægj- ingar úrskurðum dómsins. 3. Til styrktar félagi, sem hafið hefir ólögmæta vinnustöðvun*. Það er því fyrirfram vitað að vinnustöðvun í máli því, sem hér hefir verið gert að umtalsefní, er brot á vinnulöggjöfinni, og í 70. gr. þeirra laga stendur: »Brot gegn lögum, þessum varða, auk skaðabóta, sektum frá 50 — 10000 krónum*. Sama er hvort vinnu- stöðvun í máli þessu yrði hafin hér eða í samúðarskyni suður í Reykjavík, eða annarsstaðar á land- inu, hún væri jafn ólögleg hvar sem hún væri gerð, meðan Félags- dómur hefði ekki kveðið upp sinn dóm i málinu, og vitanlega eins ef dómur hans gengi á móti nýja fé- laginu, eða fylgjendum þess. Nú kynnu einhverjir að halda að ef atvinnurekendur semdu af fijáls- um vilja við hið nýja félag, þá væri allt gott, en úrskurður Félags- dóms í Hlífarmálinu f Hafnarfirði hefir sagt sitt orð um það. Fé- lagsdómur ógildir samning nýja félagsins þar við atvinnurekendur á þeim forsendum að Hlif hafi ein réttinn til samninga við þá, og ekkert tillit er tekið til þess að þeir atvinnurekendur, sem sömdu við félagið, gerðu það af fúsum vilja og vildu vera lausir við samn- inga við Hlíf. Félagsdómur taldi rétt eldra félagsins svo sterkan að hvorki vilji nýja félagsins eða at- vinnurekenda gæti haggað hon- um. Þær raddir hafa heyrst, enda mjög haldið á lofti af þeim, sem draga taum nýstofnaða félagsins og geipa af styrkleika þess, að Verklýðsfélag Akureyrar sé mátt- laust orðið í verklýðsmálum hér eftir að nokkrir menn hafa sagt sig úr félaginu og gengið í nýja félagið. Það eru svo sem engir smáræðis kappar, sem hafa yfirgef- ið félagið. Það merkilega er að félagið er eftir sem áður álíka mannmargt og það var. er það gerði sín fyrstu átök í verklýðs- málunum hér vorið 1933. Þ4 f harðvítugri baráttu við Verkamanna- félag Akureyrar og verkakvennafél. Einingu, og sigraði í þeirri baráttu og hefir haldið þeim sigri síðan. Það vantaði þó ekki að fé ögin, sem Verklýðsfélagið átti í höggi við þá og oft eftir það, teldu fleiri félaga en það, enda hafa ekki aðrir verkamenn gengið í nýja félagið en þeir, sem áttu fyllsta kost á því að koma inn f Verklýðsfélag Akureyrar hvenær sem var, Og hinir sem yfirgáfu féiag' sitt af þeirri röngu ímyndun, að þeir væru að byggja upp eitthvert stór- veldi með nýja félaginu, er vitan- lega velkomið að koma þangað aftur, þegar þeir hafa brotið af sér stiklana. Fari þvf Verklýðsfélag Akureyrar áfram með verklýðsmál- in hér í bæ, eins og að undan- förnu, eins og telja má aö veröi, þá er hægurinn hjá fyrir þá verka- menn, sem villst hafa út úr fétag- inu, eða staðíð utan þess, að styrkja það með þátttöku sinni f félagsmálunum. Þá hafa menn borið sér þá fjar- stæðu í munni að félag, sé mátt- laust í verklýðsmálum, ef það standi utan Alþýðusambandsins-- Sú kenning er talsvert skopleg, þegar kommúnistar halda henni aðallega á lofti, og hún er athug- uð í ljósi staðreyndanna. Um nokk- ur undanfarin ár hafa kommúnistar unnið að því af miklum móði að kljúfa verklýðsfélög út úr Alþýðu- sambandinu, og stóðu af völdum þeirra allmörg félög utan Alþýðu- sambandsins um nokkur ár, svo sem »Dagsbrún« í Reykjavík, Verkamannafélagið »Þróttur« á Siglufirði, Verkakvennafél. »Brynja« á Siglufirði, »HÍíf« f Hafnarfirði off mörg fleiri félög. Fróðlegt væri að fá svör kommúnistanna við. því hvort þessi félög þeirra, sem þeir héldu utan Alþýðusambandsins,, hafi verið máttminni en þau, sem voru innan Alþýðusambandsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.