Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1943, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 01.05.1943, Blaðsíða 4
4 ^ALPÝÐCV AÐUJWNíin Nýtt klofningsfélag Getur hið nýja klofningsfélag, sem nefnir sig „Verkamannafélag Akureyrarkaupstað- ar“ knúið atvinnurekendur á Akureyri til samninga við sig, eða náð kaupgjaldsmál- um verkamanna og verkakvenna úr hönd- um Verklýðsfél. Akureyrar á annan hátt? Eins og kunnugt er hefir Verk- lýðsfélag Akureyrar verið hið raun- hæfa félag veikamanna og verka kvenna á Akureyri frá því það var stofnað f Febrúarmánuði árið 1933, eða um rúmlega 10 ára skeið. Strax eftir að það var stofnað gerði það samning við Vmnuveit- endafélag Akureyrar um kaup og kjör verkamanna og verkakvenna á Akureyri, og hefir sfðan ýmist samið við þetta félag atvinnurek- enda hér um þessi mál verkaíólks- ins á Akureyri, eða sett kauptaxta, sem atvinnurekendur hafa fylgt í kaupgreiðslum til verkafólks. Svo gott samkomulag hefir verið milli atvinnurekenda hér og Verklýðsfé- lags Akureyrar um þessi hags- munamál beggja aðila,. að aldrei hefir orðið eins dags vinnustöðv- un f þessi 10 ár, sem sambúð þessi hefir varað, auk heldur meiri truflanir á vinnu í bænum. Pað kaup og kjör, sem Verklýðsfélag Akureyrar hefir útvegað verkafólki f bænurn, bæði innan félags og utan, — því það hefir jafnt gælt hagsmuna þess verkafólks, sem ekki var félagsbundið, eins og þess er tók á sig félagsskyldur í Verklýðs- félaginu, — hefir verið e tt hið besta kaup er verkafólk hefir notið í landinu, svo það góða samlyndi, sem verið hefir milli atvinnurek- enda og þess, stafar ekki af þvf að Verklýðsfélagið hafi verið efrir- látssamara f kröfum sfnum fyrir verkafóikið hér en viðgengist hefir á öðrum stöðum landsins, heldur mun það byggjast á góðum skiln- ingi beggja aðila á hagsmunum þeirra. Verklýðsfélag Akureyrar hefir tryggt vinnufrið í bænum og litið á atvinnurekendur, sem vin- veitta aðila, sem veiðskulduðu á allan hátt siðaðra rnanna framkomu, og félaginu hefir fyllilega oiðið að þessari skoðun sinni Því er á þetta bent hér að til er í landinu viss tegund manna, er telur sig málsvara verkafólks, sem virðist á- lita það vænlegast í skiftum þess við atvinnurekendur að beila þá sem verstum orðum og athöfnum. Nú hafa þau tíðir.di gerst hér í bæ að nýt* klofningsfélag hefir verið stofnað, sem nefnt er í upp- hafi þessarar greinar, og sem sam- kvæmt nafni þess ætti að hafa kaupgjaldsmál veikamanna á Akur- eyri í sfnum höndum, en aðstaða þess er svipuð kálfs, sem borinn er f flórinn, þar sem allir básar eru fullskipaðir, og virðist svo, sem þeir >sameiningar< Jónarnir, sem stofnuðu þetta klofningsfé'ag, hafi ekki áttað sig á þvf, að jafnvel þeim- afkvæmum, sem skyndilega fæðast, þarf að ætla lífsskilyrði ef vel á að fara; Hér á Akureyri er félag í hverju* rúmi þeirra atvinnugreina, sem stundaðar eru í bænum. Tilveru- möguleikar þessa félags verða því að byggjast á því að því takist að ryðja úr vegi frá sér því félagi, sem nú og að undanförnu hefir haft kaupgjaldsmál verkamanna hér f sínum höndum, en það er eins og áður er sagt, Verklýðsfélag Ak- ureyrar, og yrði þá þetta nýja fé- lag að ná þeim samningum í sín- ar hendur, sem Verklýðsfélagið> hefir nú við Vinnuveitendafélag Akureyrar. Hvar sem um þessi nýju félags- mál er talað í bænum, en það er víða, og um þessar mundir, kveður við sama skoðun, að atvinnurek endur muni ekki semja við þetta nýja fé'ag. Þeir, sem um þessf mál tala, hafa það á tilfinningunni að sambúðin milli atvinnurekenda hér og Verklýðsfélags Akureyrar sé svipuð og á milli húsbænda og hjúa, sem um langt skeið hafa unnið saman að velferð heimilis síns, og að atvinnurekendur hér muni ekki vísa góðum samverka- manni úr vistinni þó einhver ó- þektur kaupahéðinn bjóði fram þjónustu sína. Til eru þau daemi úr sögu þjóðarinnar að slíkir menn hafa borið vopn undir klæðum sínum, sem heirnilinu hefir ekkí orðið til gæfu eða góðs. Hinsveg- ar er því haldið fram af ýmsum að atvinnurekendur muni verða knúðir til þess með ofbeldi a& semja við hið nýja félag, ef þeir geri það ekki af fúsum vilja, og sjálfsagt mun ýmsa í nefndu félagf ekki skorta vilja til þess að ota rýtingnum sér til framdráttar, og er þá ekki úr vegi að athuga þann möguleika. Svipuð saga því sem hér hefir gerst í verklýðsmálunum nú, gerð- ist í Hafnarfirði fyrir nokkrum ár- um síðan. Verkamannafélaginu Hlff var vikið úr Alþýðusambandi ís- lands, eins og Verklýðsfélagi Ak- ureyrar er nú vikið úr Alþýðusam- bandinu. Að sönnu er sá munur á aðstöðu Hlífar og Verklýðsfélags Akureyrar, að Hlif hafði fyllilega unnið til þess að henni yrði viki® úr Afþýðusambandinu, með þvf að hún hafði rekið úr félaginu 12 brautryðjendur verklýðshreyfingar- innar í Hafnarfirði og var þvf sjálf- sagt að líöa ekki félagið innan alls- herjarsamtaka verkalýðsins í land- inu, eftir að það hafði framið slfkt óhæfuvérk. En Verklýðsfélag Ak-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.