Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1943, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 01.05.1943, Blaðsíða 7
ALPYÐUWAÐUKNín 7 Kauptaxti Verklýðsfélags Akureyrar frá 1. Maí. 1943. Kaup karlmanna skal vera: Almenn dagvinna..............Jir. 6,00 á klst Eftirvinna viö sama..........— 9,00 - — Nætur- og helgidagavinna ... — 12,00 - — Kaupgjald drengja 14 — 16 ára: Dagvinna kr. 3,92 á klst. Eftirvinna viö sama...........— 5,87 - — Nætur- og helgidagavinna ... — 7,83 • — Skipavinna karlmanna: Dagvinna.................... kr. 6,58 á klst. Eftirvinna viö sama..........— 9,87 - — Nætur- og helgidagavinna . . . — 13,15 - — Kol, salt, sements og grjótvinna: Dagvinna.....................kr. 7,20 á klst. Eítirvinna viö sama..........— 10,81 - — Nætur- og helgidagavinna ... — 14,41 — * Yms önnur vlnna: Stúun á síld í dagvinnu . Eftirvinna viö sama Nætur- og helgidagavinna Kaup dixilmanna 1 dagvinnu . Eftirvinna viö sama Nætur- og helgidagavinna Lempun á kolum f skipi . fíftirvinna viö sama . . Nætur- og helgidagavinna Kaup kvenna: D^gvinna almenn og fiskvinna Eítirvinna viö sama Nætur- og helgidagavinna Síldarvinna kvenna, dagvinna Eftirvinna við sama Nætur- og helgidagavinna . . kr. 7,99 á klst. . . — 11,98 - — . . - 15 97 - — . . - 6,81 - - . . — 10,23 - — . . — 13,62 - — . . — 11,61 - - . . — 17,43 - — . . - 23,23 - - . . kr. 3,60 á klst, . . — 5,40 - — . . — 7 20 - — . . — 4,41 - - . . — 6,63 - — . . — 8.82 - — Um mánaðarkaup og akkorðsvinnu fer eftir taxta félagsins frá 1. Febrúar s 1,, og vfsast til hans hvað það snertir. Um 20. Maí koma orloíslögin til fram- kvæmda og verður þá auglýst breyting á þessunt taxta í samræmi viö þau. Akureyri 28. Apríl. 1943 Fyrir Verklýðsfélag Akureyrar, • Erlingur Friöjónsson• Jóhann Magnús Bjarnason, . í Rauðárdalnum Bókaútgáfan Edda Akur- eyri 1942. Hinum fjölmörgu unnendum Jóh’ M. Bjarnasonsr, vesturísl. skáldsins, þóttu það góö tíðindi er það fréttist aö bókaútgáfan Edda hefði ákveðið að gefa út skáldverk þessa höfund- ar f heild, og von væri fyrsta bind- isins á sl. ári, Bar tvennt til þess. Fyrst og fremst það, að Jóhann M. Bjarnason er afar vinsæll rithöfund- ur af alþýðu manDa, Hitt að þótt ræktarsemi okkar heimalandanna til bræðra okkar vestan hafs þyki stundum minni en vera ætti, þá er það nú svo að við viljum eiga með þeim það, sem best gjörist í þeirra heimabyggðum, og það er oft erfiöleikum bundið fytir alþýðu tnanna að afia sér þeirra bóka, sem gefnar eru út á víð og dreif, sumar máske í annari heimsálfu. Einhverra atvika vegna hefir larið svo fyrir útgáfunni. aö sagan »í Rauðárdalnum* sem átti að verða annað bindiö í röðinni af ritsafninu, varð fyrst í heimanbúnaði og kom út á sl. ári. Er hér um stórt rit- verk að ræða, tvær bækur í 8 blaða broti, til samans 842 blaösíður. Söguþráöinn er óþarft að rekjá, enda má heita að þarna sé saman- komið heilt safn að allskonar sögum og æfintýruro, sumum í þúsund og einnar nætur stíl. Er fullkominn svipur undralandsins, Ameríku, á flestu, sem bókin fjallar um. Fer ekki hjá því að þeim, sem gefnir eru fyrir skemmtilestur öðru framar uni vel lestri þessarar bókar. Nú fer að líða að suroarferðum og útilegum. Margir taka meö sér bækur í þau ferðalög. Ég tel að í ár eigi sagan »í Rauðárdalnum* að vera með í sem flestum þessuin ferðum. Pað er bók til að lesa áður en maður fer að sofa eftir æfintýri dagsins. Fyrirtaks tengi- liöur milli sumarlanda íslenskrar náttúru og draumalanda óspiltrar æsku. Og um fram allt! Éignist. allt ritsafn Jóh, M. Bjarnasonar. Ykkur mun þykj* jafn vænt unr allar hans bækur, þegar þið hafið’ kynnst þeim. Z. Vlonnmiðlunarskriistolan heldur áfram að taka á móti gjöf- um til Noregs- og Bíldudalssafnan- anna. Pessar gjafir hafa borist nú. síðast; Til Noregssöfnunarinnar: Þ. S. kr. 5,oo. P: T. kr. 50,oo- Til Bíldudalssöfnunarinnar: P, J, kr. 50,oo. Með þökkum móttekið. H. F.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.