Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Síða 10

Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Síða 10
10 J Ó L A B L A Ð ALÞÝÐUMANNSINS 19 5 0 upp undir heiðarbrún er bílstjórinn öðru livoru að stanza, svo að hann geti grillt veginn gegnum kófbyl- inn. Mörgum lízt ekki á og telja rétt að snúa við. En bílstjórinn er ótrauður: „Norður skal ek.“ Sunnan í háheiðinni lendir bifreiðin í umbrota- færð á stuttum kafla. Bílstjórinn verður að margtaka aftur á bak, áður en bíllinn hefir rifið sig fram úr. En úr því gerist svo færið líka gott. Það er ekið við- stöðulaust að Reykjum í Hrútafirði. Á Reykjum bætist Friðrik Jónsson. hestamaður eins og Akureyringar kalla hann, í farþegaliópinn. Mál- hress maður og ófeiminn. Hann segir okkur, að dag- inn fyrir hafi verið alveg vitlaust veður í Hrútafirði, enda bera verkin merkin, því að jörðin er öll eins og hvítnagað beinahröngl eftir hamfarirnar. Vegurinn er svell og glerungur. ÞAÐ er reykt óhemjumikið í bílnum. Einn farþeginn, ung stúlka, er auðsjáanlega bílveik og fellur tóbaks- reykurinn illa, en enginn karlmannanna virðist þekkja tillitssemi í þessum sökum. Stúlkan situr um miðjan bíl og er öðru hvoru að laumast til að draga nokkuð niður bílrúðuna hjá sér, en þá hvín samstundis í skut- byggjum, hvort meiningin sé, að frysta þá í hel í þessu helvítis roki. Stúlkan má því bera bílveikina sína, loftleysi og tóbaksreykingar með þögn og þolinmæði, enda sýnist hún öðru vanari, en að láta tilveruna snú- ast um sig. En Friðrik hestamaður telur hér þarflaust að gjalda þögn við ruddaskap reykingamannanna. Hann segir, að sér finnist, að það eigi að hanna reyk- ingar í bíl, a. m. k. innan um bílveikt fólk. Varla geti hungur reykingamannsins eftir sígarettn milli áninga- staða verið jafn kveljandi og hílveikin. Reykinga- mennirnir svara ekki, en taka flestir upp nýja síga- rettu innan skamms og kveikja í. Við Norðurbraut ætla tveir farþegar úr. Þeir eru Strandamenn. Þeir ætla að taka Skjaldbreið frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Norðanstórhríð má heita, þegar við stönzum hjá Norðurbraut, en enginn bíll sjáanlegur til að taka tvímenningana, eins og bíl- stjórinn hafði þó vonað. Hann bölvar í hljóði og efar sig um stund. Til Hvammstanga þykir honum slæm töf að þurfa að fara, en ófært að skilja mennina eina eftir við Norðurbraut undir myrkur og í vonzkuhríð. Brátt rofar þó í bílljós -á Hvammstangavegi. Reynist þar kominn vörubíll og gefur bílstjórinn þær upplýs- ingar, að trukkbíll sé þar skammt fyrir austan að draga bilaðan ]>íl af veginum. Þar sé jeppi í fylgd og muni rúm fyrir Ströndunga í honum til Hvammstanga. Verður úr að freista þessarar úrlausnar. — Innan skamms bar okkur að björgunarbílnum, og þar tókust skjótir samningar um flutning Strandamanna til Hvammstanga. Hurfu þeir okkur svo út í hríðina, annar þeirra hölvandi yfir tösku, sem ekki kom í leitirnar. Til Blönduóss komum við um kl. 4 síðdegis í myrkri og hríðarfjúki. Bærinn var rafurmagnslaus og drukk- um við kaffi á Hótel Blönduósi við kertaljós. Vildu nú ýmsir láta hér staðar numið, en aðrir vildu óðfúsir brjótast lengra. Bílstjórinn okkar hafði fá orð um, sagðist drekka kaffi sitt í friði og síðar kæmu tímar og kæmu ráð. Þó spurði hann Snorra hótelstjóra eftir ■ færð um Langadalinn, en Snorri kunni ekki úr að leysa, því að alÍs staðar væri símasambandslaust. Þegar bílstjórinn hafði drukkið kaffi sitt, stóð hann snarlega upp og kvaðst eigi láta ófreistað að ná til Sauðárkróks, til Akureyrar væri eflaust ófært. Ég skaut hér orði í og taldi fullsnemmt að dæma ófært til Akureyrar fyrr en komið væri í Vannahlíð og það sæist, hvernig Skagafjörður væri, enda ekki óhugs- aridi, að Oxnadalsvegur, sem verstur hafði verið fyrir þetta hríðarskot, hefði í dag verið skafinn, þar sem surmanhílanna væri von. En bílstjórinn svaraði stutt, að þótt Akureyringar væru vitlausir, væru þeir ekki svo vitlausir að skafa vegina, þegar stórhríð væri aug- ljóslega í aðsigi. Og auðvitað gat ég ekki með góðu móti talið Akureyringa heldur svo vitlausa, og þagði því. Nú hófust samræður milli farþega um það, hvort greiðara mundi að aka Langadalinn eða Ásana. Sýnd- ist þar sitt hverjum og gerðist tveimur sessunautum fremst í bílnum heitt í hamsi. Kvað annar Langadal- inn hina mestu snjóakistu og ugglaust hráðófæran nú, hins vegar Ásaveg eða Svínvetningahraut vel færa. Hinn svaraði með fyrirlitningu, að slíkan kerruveg færi ekki hreið áætlunarbifreið. Kíttu þeir svo um stund, en bílstjórinn var enn sem fyrr úrskurðarfljót- ur. Sagðist reyna Langadalinn fyrst. Á Blönduósi rýmdist talsvert í bílnum, svo að við Valdemar færðum okkur drjúgum framar. Gerðu svo fleiri, en þó ekki Gvendur og Stína. Bílstjórinn var beðinn að taka einn farþega á Blöndubrúnni. Þar myndi hann híða. En þegar á brúna kom, var engan að sjá. Sumir fóru að tala um draug. Austan brúarinnar birtist þó brátt farþeginn. Reyndist liann vera Hafsteinn Halldórsson frá Akur- eyri, félagi minn og vinur. Sannaðist nú á mér hið fornkveðna, að „auðigr þóttisk, es ek annan fann,“ svo mikill ánægjuauki þótti mér að því að vita af hon- um í förinni. Nú var lagt af stað upp Langadalinn í þéttri hríð og renningskófi. Fór vörubíll frá Sauðárkróki í slóð okkar. Lentum við brátt í verstu ófærð og þraut veginn

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.