Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 14

Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 14
14 góðlátlegt gys að okkur undir heitu kveldverðar- eða náttverðarborðinu: Þetta er bara eins og skemmtisigl- ing með Drang, segir hann. Og svo er gengið til náða að Hótel Tindastóli. En klukkan 5 um morguninn glaðvöknum við þremenn- ingarnir í rúmum okkar við mikinn fyrirgang í næsta herbergi. Þar eru eftir samtalinu að dæma komnir bílstjórar póstbílsins, sem við vissum að var á eftir okkur daginn fyrir, en höfðum aldrei séð haus né hala af. Þetta voru helvíta miklir karlar eftir röddum og fótataki að dæma, og einhver var með þeim vel rakur í fæturna og rennblautur í kollinn, að því er bezt varð heyrt. En loks leið þessi ófögnuður hjá éins og allur annar, og við félagar sofnuðum á ný. Um morguninn var kófbylur, enginn Drangur kom- inn og engin von meðaðra ferð3 hvorki á landi, sjó eða í lofti. Okkur var sagt, að Drangur kæmi ekki fyrr en á sunnudagsmorgun. Við gerðum okkur það til dundurs, þremenningarn- ir, að spyrja afgreiðslumann Flugfélags Islands, hvort von mundi um flugferð. Aðeins hugsanlegt, skyldi láta vita, var svarið. Um 10 leytið setti bílstjórinn okkar upp kollhúf- una sína og bílhanzka og hélt án allra góðra bæna suður um Vatnsskarð til Blönduóss. Kvað hann eins líklegt, að hann kæmist hvorki fram né aftur, svo væri ófærðin ugglaust orðin mikil. Með bílstjóranum fór vertinn okkar. Fyrst hann kæmist ekki til Akureyrar, þá færi hann til Reykjavíkur, sagði sá góði maður. Hafsteinn hvarf af hótelinu. Hann átti kunningja úti í bæ. Haraldur sagði, að við gætum bara snúið okkur til sín, ef okkur vanhagaði um eitthvað, hann hefði tekið hótelreksturinn að sér í fjai'veru hótelhaldar- ans! Og svo leið dagurinn einhvern veginn. Gamalt Morg- unblað, sem lá í veitingasal hótelsins, var lesið staf fyrir staf, sérstaklega auglýsingarnar. Gamall Fálki líka. Svo var gengið um gólf. Talað um hæjarmál á Siglufii'ði, Akureyri ög Ólafsfirði, spilað um stund á spil, og náttúrlega etið og drukkið. Tveir Húsvík- ingar höfðu bætzt í hópinn, Einar Reynis og Baldur Kristjánsson. Þeir höfðu verið að leggja miðstöð í hús frammi í Skagafirði, en voru nú á heimleið. — Óveðursfuglunum fór fjölgandi á Tindastóli. Undir kvöld kom Hörður bílstjóri aftur. Hann hafði farið til Norðurbrautar, mætt þar bíl að sunnan, skipt á farþegum og snúið norður aftur. Með honum voru læknisfrúin á Breiðumýri í Reykjadal og móðir henn- ar. Við vorum þá orðin a. m. k. 12 á Tindastóli, sem biðum ferðar til Siglufjarðar og Akureyrar, og um 4 biðu á Villa Nova. í flestum okkar var kvíði við báts- ]Ó L A B L A Ð ALÞÝÐUMANNSINS 19 5 0 ferð, og margir sögðust hiklaust bíða flugs, ef bjart yrði að morgni. Samt fór svo, þegar við voram vakin klukkan hálf- átta um morguninn með þeirri frétt, að nú væri Drang- ur kominn og færi fljótlega, að allir ferðbjuggust. Ég skimaði mjög til lofts og vissi ekki, hvaða ráða skyldi. Mér sýndist nokkur von til bjartviðris, er fram á dag- inn kæmi, en yfir áusturfjöllum hrönnuðust þó svip- ljótir skýjaklakkar, sem mér gazt illa að. Fjandi var að sitja af sér bátinn, ef ekki yrði flugveður, og bölv- að glapræði var að æða með bátnum, ef svo skyldi verða flogið! Allir virtust ætla að fara með Drang. Hafsteinn einn kvaðst frekar vilja freista gæfunnar og híða, en ég skyldi þó alveg ráða. Hann færi, ef ég færi, sæti kyrr, ef ég sæti. Þá sitjum við háðir, sagði ég, þar með var teningnum kastað. A síðustu stundu ákvað einn kvenfarþeginn líka að híða flugfars. Við stóðum því þrjú á tröppum Tindastóls, þegar allir aðrir lögðu af stað niður í Drang. Mér fannst ekki ör- grannt urrt, að þeir vorkenndu okkur fyrir villeysuna. Jæja, hugsaði ég, óveðursfuglaskarinn hefir a. m. k. tvístrast. Við skulum vona að það viti á gott. Og viti menn, þegar við komum á flugafgreiðsluna, er okkur sagt, að það verði flogið frá Reykjavík til Akureyrar þennan dag með viðkomu á Blönduósi og Sauðárkróki. Við Hafsteinn lítum laundrjúgir hvor á annan: Aumingjarnir, sem ösnuðust með bátskrattan- um, hugsum við, og höfum alveg gleymt því, hvemig okkur mundi nú hafa liðið, ef ekki hefði fallið flug- ferð þennan dag. Friðrik hestamaður skýtur nú allt í einu upp kollinum. Svo þú hefir þá ekki tekið bátinn? segjum við. Ekki aldeilis, segir hann jafndrjúgur og við. Þótt ég hefði orðið að bíða viku, hefði ég aldrei farið í bátfjandann, bætir liann fastmæltur við. Við Hafsteinn förum aftur á Hótel Tindastól. Enn er góð stund, þangað til flugvélin kemur. Við setjumst inn í veitingasalinn og bíðum. Inn ! salinn kemur lág- vaxinn, þreklegur náungi, reikull í spori, en með sól- skinsbros á vör. Hann raular fyrir munni sér og nem- ur staðar hjá okkur Hafsteini með miklum bakföllum. Heyrið þið, drengir, ég er viss um, að þið eruð ágætis menn. Ég sé það á svipnum. Og ég skal bölva mér upp á, að þú ert Austfirðingur, segir hann við Hafstein, en þú Vestfirðingur, bætir hann við og snýr sér að mér. Við Hafsteinn brosum, því að hvorugt kemur vel heim við raunveruleikann. Hafsteinn er semsé Hún- vetningur, en ég Þingeyingur. Nú skal ég lofa ykkur að heyra góða vísu, segir sá kollvoti. Hún er svona: Brennivín er betra en matur, bragðið af því svíkur eigi.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.