Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 15

Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 15
] Ó L A B L A Ð ALÞÝÐUMANNSINS 19 5 0 15 Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi! Er hún kannske ekki góð? Eða þessi: Eg hætti að drekka hálfan mánuð hérna um bara til að tryggja haginn [daginn og til að koma reglu á bæinn! Svo vafrar sá votfætti og kollhlauti burtu, en Haf- steinn sezt við orgelið í salnum og fer að leika polka og valsa af miklu fjöri. Ekki vissi ég, að Hafsteinn átti þetta til. Og þegar blessaðar hótelstúlkurnar hrópa rjóðar og brosandi framan úr eldhúsinu: Meira, meira! rennur það upp fyrir mér fyrir alvöru, að Hafsteinn er sannarlega ekki allur þar, sem hann er séður hvers- dagslega: í ferðinni hefi ég frétt, að hann geti ort lausavísur hraðar en Kristján frá Djúpalæk, ég hefi heyrt, að hann kann að leika dunandi danslög á orgel, og ég hefi séð, að hann hefir komið ungmeyjarhjört- um til að sprikla af fjöri á ekki rómantískari stað en hóteleldhús er! Og svo um hálfeittleytið kemur flugvélin og tekur okkur fjóra óveðursfugla á Sauðárkróki. Það er kom- ið glóbjart veður um allan Skagafjörð, en til hafs og yfir austurfjöllum sér enn í kólgubakkann, sem er að ganga niður. Vélin lyftir sér létt og mjúklega til flugs. Framan við mig situr Þorsteinn Svanlaugsson. Hann verður þá jafnfljótur mér til Akureyrar, þótt hann legði tveim dögum síðar af stað en ég úr Reykjavík. Þarna situr Helgi Pálsson, nýbúinn að skrifa undir kaupsamning að togaranum Harðbak fyrir hönd Ut- gerðai'félags Akureyringa h.f. Þarna situr Filippía Kristjánsdóttir, skáldkona, og er að koma af Fram- sóknarflokksþingi, hugsa ég, og þarna situr — — nei, það er óþarfi að vera að telja alla farþegana upp. Eg andvarpa af feginleik. Bráðum er ég kominn heim! Flugvélin stefnir austur yfir Blönduhlíðarfjöll og hækkar sig stöðugt. Yfir fjöllunum liggur skýjaryk, sem þéttist, eftir því sem austar dregur, unz hvergi sér til jarðar. Það dregst grunsamlega lengi, finnst mér, að við sjáum í Eyjafjörðinn. Kannske við finnurn hann nú ekki eftir allt saman? En hvað er nú þetta? Þarna rofar skyndilega til jarðar og ég sé tvo heiðaása með dökkum skógi í hvítri auðn. Er þetta ekki Vatnshlíð í Reykjadal? hugsa ég, og þetta Fossselsskógur? Sem ég er lifandi! I þessu kemur líka flugþeman og segir, að við séum yfir Ljósavatnsskarði, en raunar vomm við austan þess. Nú var sveigt til vesturs, flogið vestur Ljósavatns- skarð, yfir Fnjóskadal og Vaðlaheiði norðarlega og komið yfir Eyjafjörðinn á móts við Dagverðareyri. Síðan er flogið lágt ýfir Akureyri, hvíta af snjó, og inn á flugvöll. Við höfum verið nær því eins lengi frá Sauðárkróki á Melgerðismela og flug tekur þangað frá Reykjavík. Enn höfum við reynzt óveðursfuglar. Og ekki er öllu lokið. Það er versta ófærð framan af velli niður á Akureyri. Karl Friðriksson, vegaverk- stjóri, hefir gleymt að láta skafa "veginn! Tuttugu mín- útna akstur reynizt röskur klukkustundarakstur nú. En allt sækist þetta, og klukkan rúmlega 4 síðdegis á sunnudag 3. desemher 1950 er ég aftur heima, og klukkan 9—10 sama kvöld horfi ég með notalegum drýgindum á Drang sniglast inn á Pollinn Aumingja fólkið, sem vildi ekki bíða flugsins, leyfi ég mér að hugsa. Þarna lék ég á það! Eftir allt saman vom þar enn meiri óveðursfuglar en ég á ferð! Br. S. ALDREI GLEYMIST AUSTURLAND. Atómhœttan heiminn þvingar, halfur neisti kveikir í, eru þó báðir Austfirðingar Acheson og Vishinsky! Egill Jónasson. EKKI í STÚKU. Lýðurinn eltir lögin blind, leynir eðli sjúku. Frelsarinn var fyrirmynd, en fór þó ekki í stúku. Gísli Ólafsson. í HERRANS HENDI. Mál að liátta mér ég tel, myrkvast brátt að kveldi. Lokaþáttinn Ijúft ég fel Ijóssins máttarveldi. Björn Björnsson. VAÐIÐ YFIR Á. Ekki skal ég um það fást eitthvað þótt ég blotni: meðan eyrun upp úr sjást og ég stend á botni. Gunnlaugur Sigurbjörnsson. AÐ VANDA. Lotinn standa leit ég mann leysa band af tösku. Þar að vanda hafði hann hálfa landaflösku. Böðvar Guðlaugsson.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.