Dýraverndarinn - 01.05.1936, Blaðsíða 6
D ¥ KA VKKiN DARliN M
18
an aÖalstarf hans um langt skeiÖ, og sigldi hann
nokkurum sinnum til Skotlands til frekara náms, og
til þess aÖ fylgjast sem liezt meÖ öllum nýjungum
á þessu sviði. Enda.mun hann fram eftir árum hafa
staÖiÖ all-miklu framar flestum íslendingum, sem iðn
þessa stunduðu. Hann varð líka brátt kunnur, ekki
aðeins i höfuðstað landsins, heldur og um nærliggj-
andi héruð, því að þangað brá hann sér tíðum, og
lét sér þá ekki aðeins nægja, að „afmynda“ fólkið,
heldur tók hann jafnframt fjölda af landslagsmynd-
um. Hann varð líka fyrstur manna til þess að kynna
Island í myndum erlendis. Það var veturjnn 1895;
þá brá hann sér til Skotlands, og sýndi í nokkur-
um borgum um 100 skuggamyndir af ýmsum merk-
um stöðum héðan úr landi. En ekki varð honum
sú för til fjár.
Daníel kvæntist árið 1893 Níelsínu Ólafsdóttur,
systur séra Ólafs prófasts frá Hjarðarholti og þeirra
systkina. Stóð heimili þeirra hjóna óslitið í Reykja-
vík til vorsins 1909. Þá fluttust þau að Brautarholti
á Kjalarnesi, og 1)juggu þar fimm ár við mikla
rausn, og siðan tvö ár á Lágafelli í Mosfellssveit,
en fluttu þá aftur til bæjarins. Hefði Daníel kosið
bóndastöðuna áfram, en hann var aðeins leiguliði á
jörðum þessum og því háður dutlungum eigend-
anna í einu og öllu. Um nokkurra ára bil stundaði
hann svo kaupmennsku og greiðasölu, eða þangað
til haustið 1923, að hann gerðist dyravörður í stjórn-
arráðinu, og hefir skipað það sæti síðan. — Þau
hjón eignuðust þrjár dætur, Guðrúnu, Solveigu og
Kristínu, sem allar eru á lífi og giftar.
*
Daníel var löngum kendur við starf sitt, og oft-
ast nefndur Daníel Ijósmyndari, og enn nefna hann
margir svo, þó að liðinn sé röskur aldarfjórðungur
síðan hann sagði skilið við það. En nafnið gerir
meira en að minna á starfið. Það vekur notalegar
tilfinningar i brjóstum þeirra manna, sem muna
Daníel á léttasta skeiði. Það var þá, sem „ljósmynd-
arinn“ reið um héruð, en brátt kendist för „hesta-
mannsins" jafnframt og gæðinga hans. Enda var
hestakostur hans meiri og betri en flestra annarra,
og reiðmennska hans og áseta með þeim tignarsvip,
að engum duldist, sem á horfði. Og þá er komið að
þeim þættinum í æfi hans, sem ekki mun ómerk-
astur talinn.
Daníel hefir, frá þvi hann reis á legg, verið mjög
elskur að hestum, og sennilega hvergi notið sín betur
en í nálægð þeirra. Hann hefir líka átt úrvalsgæð-
inga, hvern fram af öðrum, og á nú, sem kunnugt
er, Háfeta, einhvern bezta og snjallasta kostahest
i borginni.
Fáum mun það kunnugra en þeim, sem þetta rit-
ar, að Daníel á sér ekkert kærara umræðúefni, en
að tala um hesta, kosti þeirra, vit og skaplyndi, enda
er um margt að fræðast af honum í þessu efni.
En honum hefir ekki verið .nóg, að ræða um slíka
hluti við kunningja sina i góðu tómi. Enginn hefir
oftar gripið pennann, til þess að taka málstað „þarf-
asta þjónsins“, enginn staðið öruggari á verði í þessu
skyni, né reynzt ótrauðari i því, að leiða þjóðina
inn á þá braut, að vanda sem bezt og bæta alla með-
ferð hesta. Og fyrir það starf kunna allir dýravinir
honum heztu þakkir.
Dýraverndarinn sendir Daníel sjötugum kveðju
sína, þakkar honum góðan stuðning undanfarin ár
og óskar honum þess, að mega sem lengst njóta
krafta sinna óskertra, og að Elli gamla verði hon-
um svo eftirlát, að auðnast megi honum til hinztu
stundar að.stikla léttilega i söðulinn og „hleypa á
burt undir loftsins þök“.
Vísur um Háfeta.
Hnarreistur, hár, glæstur,
hvellvakur, svell lilakar;
lundglettinn, lendbrattur,
langstígur, gangvígúr.
Töltfimur, alt ómar
í kringum týslyngan ;
síhvatur Háfeti
hratt leiðir glatt skeiðar.
*
Háfeti þá hrifsar til
hrynur í stuðlaföllum,
dvergmál fylla gljúfragil,
..... glymur í Esjufjöllum,
Þ r ö s t u r.