Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1936, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.05.1936, Blaðsíða 11
D V RA V'ERIM DARliN N 23 ÁróÖrarmenn frumvarpsins sóttu ákaflega íast aÖ koma frumvarpinu gegnum þingið. Var þeim orÖiÖ það hið mesta kapps- og metnaðarmál, að koma þvi fram, og var hafður allskonar liðsdráttur og „hrossa- kaup“, svo að furðulegt var, að svo smáskitlegt mál (þegar eitrun og yfirgangur er skilinn frá) skyldi fá slíku til leiðar komið. Þó stóð samþykt frum- varpsins svo í Nd., þrátt fyrir fylgi forsetans, að sjö sinnum þurfti að taka frv. á dagskrá, cftir ad umrœðti var lokið, þangað til loks að því var hleypt til atkvæða, er það kom á dagskrána í níunda sinni! Með þessum ódæmum komst frv. gegnum þingið. „Beiskur ertu drottinn minn“ — og „fleira verð- ur að gera en gott þykir“, sagði karlinn, drakk ,,koge-sprittið“. III. Þó að torvelt sé mörgum að skilja það, að feld skuli tillaga, er bannar „ómannúðlegar eyðingarað- ferðir", og slíku sé ekki bót mælandi, þá viljum vér þó bera blak af ýmsum þeirra manna, er atkv. greiddu gegn br.tillögunni. Kapp og ofsi var kominn i málið, og vildu sumir þingmenn telja tillöguna óþarfa og jafnvel fram borna til ertingar, þar sem í henni lægi, að búizt væri við, að „ómannúðlegar eyðingaraðferðir“ yrði heimilaðar og staðfestar með væntalegum reglugerð- um, en á þessu gæti alls engin hætta verið. Alt eitur væri nú vandlega hreinsað úr frv. og sýslu- nefndum og stjórn fullkomlega treystandi til að sneiða hjá slíkum ósóma. Því verður ekki neitað, að þessir menn hafi nokk- uð til síns máls, að því leyti, að þar sem nú eru feld úr frv. öll eitrunar-ákvæðin, þá hafi þeir get- að litið svo á, að hér væri um gagngerða efnisbreyt- ing frá fyrra frv. að ræða, hvað sem flutningsmað- ur Jjess kann að hafa haft í huga, og að felling hreytingartillögunnar um Itann gegn ómannúðlegum veiðiaðferðum feli alls eigi i sér samþykki hins gagnstæða, þ. e. a. s. að heimilaðar sé með því ómann- úðlegar veiðiaðferðir. Ráðherrarnir greiddu atkvæði með þvi að „ómann- úðlegar veiðiaðferðir“ yrði berum orðum bannaðar, og sýndu þar með ótvíræðilega hug sinn um það niál. ÞaÖ virðist því mega gera sér vonir um, að eitrunaraðferðir þær, sem heint vóru heimilaðar og fyrirskipaðar í fyrra frumvarpinu, en með öllu nið- Ur feldar úr því síðara, muni eiga erfiða leið að læðast inn í reglugerðarákvæðum og hljóta þar staðfesting. IV. En hvað er þá eftir af upphaflega frumvarpinu? Það er nú heldur lítið og óverulegt, en þó kann það að verða einhverjum til hugnunar. Svartbakur var ófriðaður hvarvetna áður, alt árið um kring og hafði verið allan síðasta mannsaldur. Hin nýja lagasmíð var gcrsamlega óþörf að því leyti. Með nýju lögunum eru úr gildi numin lög um eyðing svartbakseggja frá 1892, en þau skylduðu menn til þess að eyða eggjunt í æðarvarpslöndum og innan mílu frá þeim. Þau lög hafa lítt eða ekki verið haldin í sjálfum Breiðafjarðar-eyjum, vegna ])ess, að margir þar telja sér meira notagildi að því, að svartbakurinn haldist við vegna eggja hans og ræktunar eyjanna, sem skýrlega kom fram í vetur í rökstuddri ritgerð frá gömlum Breiðfirðingi nafnkunnum. Nýja lagasmíðin ætlar nú að refsa öllum jarðar- ábúöndum á Islandi fyrir ólöghlýðni Breiðfirðinga gagnvart eggjatökulögunum gömlu, og skyldar þá til, með hótunum um þungar fjársektir, að taka öll svartbaks-egg, er finnast kunni í þeirra land- eignum. Mun mörgum þykja sú skylduleit heldur mögur atvinnubót í kreppunni, enda litil von um, að hún geti firrt þá þeim gífurlegu sekturn, er vofa yfir hverjum þeirn, er skeytir ekki að gjör- hreinsa lönd sin, afréttu, fjöll og firnindi, fyrir eggjum svartbaks. Ákvæði þessi um refsing á jarðar-ábúöndum alls íslands fyrir gamlar vanrækslusyndir Breiðfirðinga, virðast ekki mjög brýnt aðkallandi. En |)á er nú eftir eina verulega nýmælið i lög- unum, sem er fólgið i því tvennu, fyrst þvi, að heimilað er að setja á stofn nýja embættismanna- stétt i landimi, er kallast ,jsvartbakaskyttur“, og skulu hátíðlega „ráðnar" til þess, „ef þurfa þykir“ og í öðru lagi — og það er aðalatriðið — að ríkis- sjóður greiði helming skotmannslauna, en þó sé honum eigi skylt að greiða meira en 20 aura fyrir hvern skotinn svartbak, og nær þetta aðeins til þeirra svæða, er ákveðið hafa með samþyktum, að eyða skuli svartbak með skotum. Árangurinn af lagasmið ])essari er þá í stuttu máli sá,að æðarvarpseigendur geta skuldbundið rikis-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.