Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1936, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.05.1936, Qupperneq 10
22 DÝRAVERNDARIN N Illræmd lagasmlð. L „Eiturfrumvarpið" alræmda er nú lögtekið á Al- ]>ingi, að vísu í allmjög breyttu gervi frá ])ví, sem í fyrstu var. Frumvarpið um eyðingu svartl)aks kom fyrst fram í efri deild á haust])inginu 1935 og flaug ])að í gegnum deildina, án þess að þingmenn virtust gefa sér tíma til að lesa ])að. 1 neðri deild var því tekið svo fálega, að það sofnaði út af við litinn orðstír. enda hafði það vakið utan þingsins meiri andúð, en nokkurt annað frv., sem fram hefir kom- ið á seinustu tímum. Rigndi yfir ])að rökstuddum og eindregnum mótmælum úr öllum áttum til Al- þingis, fyrst og fremst frá stjórn Dýraverndunar- félagsins, stjórn Náttúrufræðifélagsins og stjórn Kennarafélagsins, auk ])ess sem l)löð allra flokka lögðust gegn þvi og fluttu margar og góðar rit- gerðir. til þess að kveða það niður. Þetta sann-nefnda eiturfrumvarp var svo ósam- boðið mannúðar-hugmyndum nútímans, að það mun lengi verða til undrunar, að slik fyrirmæli skyldi komast i frumvarps-form og vera lögð fram á Al- þingi. Þar á ofan var landeign hvers manns á láði og legi opnuð fyrir yfirferð og skothríð aðvífandi manna, jafnt á nóttu sem degi, fyrirvaralaust og til hverskonar veiði-ráðstafana að landeiganda forn- spurðum og án hans vitundar. Vóru allir veiði])jóf- ar farnir að fægja hólka sína og hugðu heldur en ekki gott til glóðarinnar. Fram hjá eignarrétti manna var svo greypilega gengið, að berum orðum var tekið fram í 1. gr.. að heimilt væri að eyða svartbak ,,í annws manns landi með skotum eða liverri annari veiðiaðfcrð, sem ckki hrýtur í hága við lög“!! Með samskonar rétti, sem hér var gefinn, mætt' alveg eins ákveða, að hver maður mætti höggva skóg og hrís i annars manns landi, aðeins að að- fcrðir hans kæmi ekki í bága við önnur lög, — hann mætti t. d. ekki rífa hris í annars manns landi. af því að hrisrif er bannað í lögurn. En skyldi skóga-eigendur taka ])vi vel, ef lögleitt væri, að hver og einn mætti ganga í skóg þeirra, án ])eirra vitundar, þótt sá hinn sami hefði í hönd- um lögleyfðar klyppur og skógarhöggsáhöld ? Eiturormurinn kafnaði i sínu eigin eitri á þing- inu fyrir jólin. II. Flestir héldu nú, að ekki yrði fyrst um sinn fitj- að upp á samskonar lagasmíð, svo herfileg afdrif. sem ])essi tilraun hafði fengið. En sú von br;’ því að ]>egar löggjafarnir hittust aftur á þorranum dró sami flutningsmaður upp úr vasa sínum nýja útgáfu af eiturfrumvarpinu gamla. Var það nú ein- feldnislega meinleysislegt á svipinn og nefndi hvorki á nafn eitur né skot og veiðar í annara manna l'ónd- wn í ólcyfi. Nýi sakleysinginn læddist steinþegjandi og mót- mælalaust gegnum efri deild. í neðri deild lá við að færi á sama hátt, en þá kom það upp, að ætlazt mundi til með frumvarpinu, eins og það var nú orðið, að ná sama takmarki, með því að heimik sýslunefndum að setja samþyktir, sem gcti komið að samskonar fyrirmœlum, sem í fyrra frv. stóðu. bæði um eitrun fyrir svartbak hvar sem vera sk"l og jafnframt að opna ,,svartbakaskyttum“ leið um annara manna landeignir með morðvopn og skothríð á nótt sem degi. Þegar það varð uj)])víst, að ])etta niundi tilganv- ur frumvarpsins, hófust enn andmæli gegn ])ví. Meðal annars sam])ykti aðalfundur Dýraverndunar- félags íslands 13. marz s.l. i einu hljóði eindregin mótmæli gegn frv. og skoraði á Alþingi að lögtak'. engin þau ákvæði, er leitt gæti til heimildar um eitr- un fyrir svartbak né annara ómannúðlegra drápsað- ferða og eigi heldur að fara megi með skotum um lönd annarra manna, án leyfis ábúanda eða land- eiganda. Nefnd sú, er málið hafði til meðferðar í Nd. bar fram nokkurar breytingartillögur til ])ess að koma því í mannúðlegra horf. Aðal-atriði þeirra var það, að óheimilt skyldi að staðfesta reglugerðir um eyðing svarthaks ,,með ómannúðicgum veiðiaðferð- um“. Vakti ])ar fyrir mönnum að girða fyrir notk- un kvalafullra eiturlyfja (strycknins’) og þess kon- ar aðferða, sem ])ekst hafa vestra, að setja beygl- aðar blikkplötur eða öngla í lifur, sem egnt er fyr- ir svartbakinn. Þótt undarlegt megi virðast og næsta ótrúlegt sé frásagnar, þá var ])essi tillaga fcld í Nd. og síð- ar i Ed. með nokkrum atkvæða-mun, að viðhöfðu nafnakalli, — sem út kemur í þingtíðindunum á sínum tíma, en hlaðið fær ekki af sér að birta.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.