Dýraverndarinn - 01.05.1936, Síða 8
20
DÝRAVERNDARINN
Kattasýning
var fyrir nokk-
uru haldin i
Kaupman n ah öf n.
— Hér er einn
verðlaunaköttur-
inn. (Vísir).
afbæjarmanni og flaug síöan heim. Af þessu mátti
sjá, aS Krummi vissi hvar fólkið hélt sig, þótt ekki
sæi hann það heiman frá bænum, og þekti heirna-
menn frá öðrum, er hann kom á vettvang.
Þegar gesti l>ar aS garði, flaug Krummi langan
veg á móti þeim og fylgdi hoppandi á eftir þeim;
reyndi hann þá að gogga í hæla þeirra eða hanga
í skotti rakkans, sem gestunum fylgdi.
Þegar þvegið var, lét Krummi sig aldrei vanta,
er hengja átti upp þvottinn; tók hann þá eina og
eina klemmu úr kassanum og rétti stúlkunni, sem
hengdi upp á snúrurnar. Stundum kom það fyrir,
að hann varð að bíða, stúlkan ekki alt af viðbúin
aS taka við klemmunni og virtist hann þá hinn
rólegasti og skilja svo sem, hvað um væri a'ð vera.
Það er sagt að hrafninn sé vitrari en flestir aðr-
ir fuglar, en mjög er það vafasamt. Þetta álit mun
hafa skapazt af því, að við þekkjum hrafninn bezt,
og lifnaðarháttu hans. . En lifnaðarhættir sumra
smáfuglanna, sem hingað leita, eru á margan hátt
merkilegir og eftirtektarverðir. Og ])að gefur okk-
ur bendingu um, að við eigum aS vera góð viS
fuglana. Jón Arnfinnsson.
Minning „Mæðu“.
Nú er ákveSið að lóga „Mæðu“ minni í haust;
og af þvi að mér finst, aÖ saga hennar sé þess
vcrð að geymast, þá ætla eg aö biðja Dýraverndar-
ann fyrir hrafl af henni.
Oft er talað um, a'S sauökindin sé heimsk, og
jafnvel haft aÖ orÖtaki. En ]>egar betur er aÖ gáð,
verSur maður ])ess var hjá sauðkindinni, eins og
raunar hjá flestum dýrum, sem sýnd er nákvæmni
og nærgætni í umgengni, aö þau hafa á sína vísu,
mikiS vit að geyma.
Mœ'ða mín, en svo hefi ég nefnt hana í daglegu
tali, er borin n. júní 1923. Smalinn fann hana í
hriöarveSri seint um kveld norSur á Hamri, þá
tveggja nátta. StóS hún yfir móSur sinni, sem !á
þar dauS úr bráSafári; var lambiS nær dauða en
lífi, en smalinn vafSi það innan í peysu sína og
skundaSi svo heimleiSis. Var lambinu gefin mjólk
aS drekka úr pela meS túttu, og hrestist þaS þá
brátt, og jarmaSi meö ákafa eftir móSurinni. Á
þennan hátt var MæÖa svo fóstruÖ í nokkura
daga, og beSiS ])ess, aS auSnast mætti aS finna
henni nýja móSur, sem hægt yrSi aö venja hana
undir, en tækifæriS kom aldrei.
ÞaS urSu skiptar skoSanir um livaS gera æitti
viS MæSu, er engin fanst móSurin. Sumir vildu
])egar lóga lambinu af því aö heimalningar geta
veriS hvimleiSir og oft til óþurftar og óþrifnaSar,
en aðrir töldu líf í þaS. ÁkvaS ])á bóndi minn, aS
lambiS skyldi verSa séreign mín, og eg ráSa urn
örlög þess.
MæSu var ávalt gefinn einn peli af mjólk hvort
mál, alt fram á haust, aÖ löhib vóru tekin á gjöí
og hún varð aS vera meS þeim.
Þegar MæSa þroskaSist fór brátt aS bera á ýmsu
í háttum hennar, er vakti eftirtekt manna. Hún var
ekki fullra fjögurra vikna, er hún þekti mig frá
öSrum. JarmaSi hún meS ákefS, er hún heyrSi mál
mitt, og kom hlaupandi til mín þar sem hún sá
mig, en aSra heimaménn sniSgekk hún. Færi eg
eitthvaS út af bænum, hvort heldur fótgangandi
eSa á hesti, fylgdi hún mér æfinlcga aS túngarSs-
hliði, en aldrei lengra.
ÞaS brást og aldrei, aS MæSa léti sig vanta, er
eg kastaði korninu fyrir hænsnin á varpanum; vóS
hún þá inn í miSjan fuglahópinn, og stóS þar í