Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 5
Mig langar til þess að benda mönnum á, aÖ biblí- an, sem talar miki'Ö um mennina, talar einnig um dýrin. Nú er jólunum fagnaÖ og ví'Öa heyrist enn á ný hin heilaga jólasaga. Jir ekki einmitt í þeirri sögu talaÖ um fjárhir'Öa, sem um nóttina gajttn hjarÖar sinnar. Það var ekkert húsrúm handa barn- inu, sem fæddist á hinni helgu nótt, en gestrisni átti lieima í fjárhúsinu, og i öllum kirkjum hér á landi er nú sungið á jólunum: „Sá guÖ, er ræður himni háum, hann livílir nú í dýrastalli lágum". Var jiað eklíi hann, er var i jötu lagður lágt, sem benti mönnum á fugla himinsins, svo að menn gætu lært af hinum fljúgandi kennurum? I byrjun kirkjuársins rifjast upp fyrir oss sagan um hann, sem lvom í hátign og hógværÖ, og þá sjá- um vér ösnuna og folann, sem einn af vinum hans lánaði honum, er hann fékk kveðjuna: „Herrann þarf þeirra við.“ Var eld<i Drotni sjálfum valið heitið Guffs lctmb- iff, er lærisveinunum var á ])að bent, að hann var saklaus og lýtalaus. í biblíixniii er mikið ritað um dýrin, þegar á fyrstu blaðsíÖunni. Heilög ritning talar einnig um dýra- vcrndun. I'ess er beinlínis krafist, að hvíldardagur sé gefinn, eklci aðeins möiinunum, heldur og skepnunum. llin fyrirskipun bibliunnar segir: „Þú skalt eklci múlbinda úxánn, er hann þreskir'.“ Oft hugsa ég um þessi orð í spádómsbók Jónasar, er Guð segir við spámanninn: ,,Og mig skyldi ekki tal<a sárt til hinnar miklu borgár,, þar‘sem eru meira en hundrað og tuttugu þúsundir manna, er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri. og fjöldi af skcpnum?“. Hér er meðaumkun með mönnum og dýrum. Lesendum Dýraverndarans sendi ég óskir um gleðileg jól, og við þá ósk bæti ég þeirri hvatning, að þegar mennirnir halda hátíð, gleymi þeir ekki dýrunum. Látið þau fá að njóta þess, að haldin eru jól. Eg hefi lesið um það og séð það með eigin aug- um, að viða erlendis eru kornbundin fest á steng- ur, og þangaÖ leita fuglarnir, er frost og snjór hylur jörð. Tölum um þetta við börnin og kennum þeim að

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.