Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1940, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.04.1940, Qupperneq 10
oo D Ý R A V E R N D A R I N N Skömmu eftir a'Ö Hrólfur féll frá, átti eg' tal við gamlan vin minn um ýmislegt þaÖ, er viÖ hafði hor- i'Ö á langri samleiÖ okkar. Lét cg ])ess ])á me'Sal annars getið, aÖ eg fagnaði því aÖ fá aftur a'S sjá Iírólf, þá cr yfir landamærin kæmi. „Þelta máttu ekki segja, Guðmundur", svaraÖi vinur minn, „því þér hlýtur að vera þaÖ ljóst, að dýrin hafa enga sál.“ Þessari staðhæfingu vinar míns var eg þvi miður eigi fær um að svara á annan hátt en þann, að hvað sem sálarlífi dýranna liði, myndi eg aldrei trúnað á það festa, að þau t. d. væri hingað kornin til þess eins, að þjóna meira og minna ónærgætnum mönnum, þar til kraftar þeirra væri þrotnir, og svo ætti öllu að vera lokið, er dauða jieirra bæri að höndum. Skildum við vinirnir svo að því sinni, að hvorugur gat annan sannfært. Nokkurum dögum síðar átti'eg tal við kunningja minn, Einar skáld Benediktsson, og har þá, eins og jafnan, er maður átti tal við þann fjölhæfa gáfu- mann, margt á góma. Að lokum varpaði eg fram ])eirri spurningu, hvort hann teldi líkur vera fyrir því, að dýrin ætti framhaldslíf 5 vændum. Er mér enn í fersku minni, hve alvöruþrungin rödd skálds- ins var, er hann svaraði á þessa leið: „Þú getur ver- ið algerlega áhyggjulaus út af örlögum dýranna þinna, Guðmundur. Hestarnir verða hestar og hund- arnir hundar — um alla eilífð.“ Þótt mjög skorti á það, að eg tæki alvarlega alt, er þessi gletni maður sagði í góðra vina hópi, verk- uðu ofangreind ummæli hans, eins og þau voru fram borin, friðandi á mig. Duldist mér ])að heldur eigi, að Einar Benediktsson sá á .sumum sviðum, og þá einkum í þessa átt, annað og meira en flestir menn aðrir, þeir, er eg hefi haft kynni af. Garnall og góður vinur minn, hinn mesti sæmd- armaður í hvívetna, lét einhverju sinni, er hann var „glaður á góðri stund“, þau orð falla, að í raun og veru væri ekkert eftirsóknarvert að komast í himnaríki, ef maður fengi eigi að sjá reiðhestana sína þar. En það er hvorttveggja, að mér er það fyllilega ljóst, að engin alvara fólst í téðum um- mælum, enda rnyndi eg eigi undir slíka yfirlýsingu skrifa. Hins vegar skal eg enga dul á það draga, ])ótt einhverja fróma sál kunni slíkt að hneyksla, að vonsvikinn verð eg, ef eg að lokinni síðustu lang- ferð minni fæ eigi að sjá eitthvað til Hrólfs og hestanna minna. Reykjavík, 23. mars 1940. G. Böðvarsson. Viltar gæsirtamdar Fáar eða jafnvel engar fuglategundir eru stygg- ari eða betur á verði um líf sitt og velferð, en grá- gæsir. Þær stansa hvergi án þess aS ein eða fleiri séu á verSi og gildir þaS jafnt hvort hópurinn er stór eöa smár. Um eSa eftir sumarmál ár hvert kemur gæsin hingaS til lands úr vetrardvöl sinni frá fjarlægum og hlýrri löndum; samhliSa henni er helsinginn, sem er enn styggari og í stærri hóp- um. Þessum fuglategundum, senr eru líkar aS lit og ýmsum háttum, rugla margir saman, og telja þaS Páll á IijálmsstöSum og ungarnir. alt grágæsir, en svo mikill stærSarmunur er á þeim, aS grágæs vegur 3R2—4 kgr., en helsingi 2—2y> kgr. Grágæsin verpir ví'Sa hér á SuSurlandi og á hin- um ólíkustu stöSum, t. d. verpir hún í gljúfrum, á syllum og pöllum, skógum og víSirunnum, mýr- um og holtum; líka kemur fyrir, aS hún verpir í hólmum i vötnum og tjörnum. SiSastliSiS vor urpu álft og gæs á sama tíma í tveimur gulvíSirunnum á árbakka fram viS Laugarvatn; voru rúmlega 1- metrar milli hreiSranna. Ekki bar á öSru en aS ná- býliS væri sæmilegt, því alt komst út hjá báSum; en ]>ó er álftin hin grimmasta og ver hréiSur sitt meS offorsi, ef því er a'S skifta.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.