Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1940, Page 12

Dýraverndarinn - 01.04.1940, Page 12
24 D Ý R A V E R N D A R I N N þeir þá að hlaupa um túniö með útbreidda vængi, og búa sig unclir loftferðir. í ágúst voru þeir orðnir vel fleygir, flugu stutt til að byrja með, oftast eina eða fleiri hringferðir kringum bæ og tún, en enduðu hverja flugæfingu me'ð því, að setjast heima við bæinn, eða hjá fólki, ef þa'ð var úti við. Stundum, eftir aS þeir urSu vel fleygir, og eg sá þá ekki á morgana, kalla'Si eg, gegndu þeir óSara meS kvaki og flugu heim, þótt þeir væru alllangd í burtu frá bænum. Þeir voru mjög næmir fyrir fuglaröddum og urSu „allir aS eyrum“, ef þeir heyrSu einhverjar raddir í lofti. Aftur virtust þeir ekki taka eftir, þó skarkali væri nálægt þeim heima fyrir. Einu sinni tóku þeir sig upp og flugu hátt og hurfu út í geiminn; þetta var fyrri part dags; drengirnir, sem voru svo oft búnir aS hafa gaman af gæsunum, urSu nú daufir í dálkinn og hugSu aS þeir hefSu nú séS þær í síSasta sinn. Um kvöldiS, þegar viS komum af engjum, stans- aði bíll við túniS; fór eg aS tala við fólkiS í bíln- um, en áður en varSi koma gæsirnar fjórar úr háa lofti og settust kringum bílinn. Stundum flugu þær niSur á engjar og settust hjá fólkinu, og biSu til kvelds, en flugu i humátt á eftiv því, þegar þaS fór heim aS kveldi. Gæsirnar urSu hinir mestu vinir og kunningjar heimafólksins, sem flest eru unglingar, enda var aldrei vikið aS þeim nema góðu, sem aS líkindum lætur. SíSastliSið sumar var óvenju mikiS berja- sumar, sem stafaSi af hinni óvenjulega hlýju tíS og sólskini, sem var dögum og vikum saman, og þegar leiö á ágúst logaSi alt liciða- og skóglendi í bláberj- um. Einu sinni fór eg aö gæSa gæsunum á bláberj- um; gaf eg þeim ber í lófa mínum og voru þær alls ekki neitt spentar fyrir þeim til aS byrja meS, köstuðu þeim i allar áttir og gerðu lítiS aS því að eta þau, en eftir á tíndu þær berin upp og átu þau, en svo eftir þetta, að þær komust á aS tína berin lágu ])ær í berjamó kringum túniS í 2—3 vikur, sem þær neyttu einskis nema bláberja, en úr því fór að hausta og berin urSu kröm, steinhættu þær viS þau. Þegar kemur fram í september fljúga hér yfir dalinn stórir hópar af viltum gæsum, meS „söng og vængjadyn"; svo var og í haust. Þegar heimagæs- irnar, sem voru orSnar stórar og vængstyrkar til ílugs, heyröu til hinna loftfrjálsu kynsystra sinna, gerðust þær ókyrrar og hugsandi og eftir aö þetta hafSi endurtekist nokkra daga, þoldu þær ekki mátiö; einn góSan veöurdag sveifluðu þær sér á loft og slógust í fylgd meS stórum gæsaflota, sem óSara var horfinn sjónum út í fjarskann. Báru drengirnir sig aumlega yfir strokugæsunum og töldu þær nú horfnar meS öllu. Eftir tveggja daga fjarveru kúra 3 af þeim und- ir baSstofuglugganum, þar sem þær voru vanar að vera á nóttunni, þegar komiS var á fætur, en hin vantandi gæs kom degi síðar en hinar. Þótti öllum vænt um aS sjá trygg'S þeirra og rat- vísi til æskustöSvanna. Eftir þetta ferSalag hreyfSu gæsirnar sig aldrei að heiman og skeyttu alls ekki um gæsahópa, sem þær þó urSu oft varar viS. Þegar fór aS hausta, héldu þær sig nær húsum, lágu inni í kofum á nótt- unni og flýöu undan hagli og skúrum í hús. ÞaS sem hér er sagt frá þessum gæsarungum, sýnir best, hve hægt er aS hæna aS sér fugla og gera þá mannelska, ef þeir verða aldrei annars var- ir en góös af fólkinu, sem umgengst þá. Af öllum þeim ófagnaSi, sem verður fuglunum aö grandi, í lofti, láöi og legi, óttast þeir ekkert eins og manninn; stygS þeirra og ótti viS manninn sýnir best, fiS hann er höfuöóvinur þeirra, enda eru þeir umsetnir og eltir með morStólum, ekki siSur utan- lands en innan. Gaman væri aS vita, aö sú öld rynni, aS allir fuglar yrB.u friðhelgir og óáreittir af mönnum; myndi þá unaðsemdir vorsins margfaldást fyrir ó- bornar kynslóðir á fslandi. Mynd sú, er hér meS fylgir, er af undirrituSum aö gefa gæsunum grasskúf. 20. febr. 1(440. Páll á Hjálmsstöðum. Forustusauðir. Frásögn Skúla landfógeta Magnússonar: „Eg er vottur aS því, aS Skagafjaröardala bænd- ur brúkuöu meS rekstrum sínum í Hofsós, sem er hér um bil tvær dagferSir, tvo og þrjá forustu- sauöi, og hvar sem þeir bentu þeim á vatnsföllin, fóru þeir strax út í á undan, og þegar kom á Hofs- ósbakka, skildu þeir sig sjálfir úr rekstrinum, hvíldu sig þar litla stund, og gengu svo fylgdar og mannlausir aftur heim til sín fram í dal, og á tveggja daga fresti, eins og ferSin áfram varaö hafSi.“

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.