Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1945, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1945, Blaðsíða 6
D Y R A V E R N D A R I N N endrum og sinnum, fataðist þeim ekki að halda henni og réttri stefnu heimleiðis. En veðrið hélzt liið sama, og færðin þyngd- ist jafnt og þétt. Þar við bættist, að dagskím- an þvarr óðum, svo að myrkrið lagðist á eiU með sótsvartri liriðinni að torvelda rekstur- inn. Sóttist þvi seint lieimleiðis, hjörðin öðru hverju að nema staðar, og þrásinnis tafir. Brást þá ekki að forustusauðirnir léti hrátt til sín heyra og jörmuðu mikinn, unz aftur var mjakazt af stað. Seig því í áttina, þó að seint gengi; en ljóst var mér orðið fyrir löngu, að engu liafði eg öðru að treysta, en ralvisi forustusauðanna og dugnaði þeirra. Loksins grillti eg í Ijós framundan og'þótt- isl þá vita, að á réttri leið mundi eg vera. Var þar k'ominn Guðmundur húsbóndi minn, og iiafði Ijósker í hendi. Var hann farinn að undrast um mig og lagði ])vi af stað á móti mér, í von um, að Ijósið mætti verða mér að einhverju liði. En skammt hafði hann hætt sér frá hænum, sem sizt var að furða um mann er svo var aldurhniginn og farið að daprast sýn. Þótti honum ganga kraftaverki næst, að mér liefði tekizt að brjótast áfram með fjár- hópinn gegn slíku bálviðri, en innti þó eftir, hvort hjörðin mundi þar öll komin. Kvaðst eg vona, að svo væri, og bætti svo við: „En það er mér að þákkarlausu, húsbóndi góður, að svo giftusamlega hefir tekizt. Fyrst og fremst er það Guði að þakka og hans for- sjön, og þar næst forustusauðúnum þínum, Guðmundur minn.“ ()g enn er eg ekki i neinum vafa um það, að það var Höttur og Gráni, sem björguðu mér og hjörðinni minni frá voða þenna eftirminnilega illviðrisdag. Án þeirra hefði eg aldrei komizt heim með féð, og óvisst, hvar náttstaðar minn hefði orðið í ])að sinn. Þrír góðir vinir. Myndin hér að ofan er af góðhesti, sem kállaður var Haukur. Hann er átján vetra á myndinrii og er þá farinn að heilsu, brjóst- ið að bila hann. En svipurinn er hýr og vin- gjarnlegur, og vinir lians, systurnar tvær, sem hjá honum standa, minnast enn með innilegum hlýleika löngu liðinna samveru- stunda..... Minnast fjörs, er fyllti æðar fáksins snilli, — spora létta. Ungur kenndi ’ann ekki mæðar, allt af þræddi götu rétta. Árið eftir barst mér sú fregn, að þeir Ihitl- ur og Gráni hefði farizt ])á um vorið í Hölkná, sem er ])verá innan við Þorskagerði, og fellur í Jökulsá. Var þetta í vorleysingunum. Hafa verið á leið til sumarstöðva. Jón Magnússon, Óðinsgötu 11. Er því gott að eiga minning af þér, Haukur, kæri vinur, þín var indæl æskukynning sem aldrei grandar stormahvinur. //igimar Bogason, Hulldúrsstöðum, Skagafirði.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.