Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1945, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1945, Blaðsíða 8
:« DYRAVERNDARINN jjoka hjá stúlkum, er fóru í laugar og gerði scr þá gott af nesti þeirra. A haustin ])egar hagi tók að sölna, leitaði Rlesi inn á túnin, einkuni að nóttu til. Vav liann stundum næturgestur á latínuskóla- hlettinum. Vissi enginn i fyrstu, hvar hann komst inn, J)ví að hletturinn var afgirtur og hliðin lokuð, ]>ar til kvehl eitt, að hann sásl lötra upp steinþrep'in við lækinn og opna hliðið þar. (Unga ísland 1908, IV. árg.). Staka. Tíðkazt liefir um langa hríð, að Skagfirð- ingar og Húnvetningar fari með hópa sölu- Iiroása austur um Þingeyjarsýslur, og jafnvel lengra, allt eflir því, sem „kaupin gerast á eyrinni“ í hvert sinn. En því miður eru liross þessi oftsinnis sármögur og hera þess óræk merki að vera „kvalin upp á útigangi“, svo sem staka sú vitnar, sem hér fer á eftir, og kveðin er i Þingeyjarsýslu eitt vorið, þegar fyrstu hestaprangararnir voru að koma vesl- an úr sýslunum. Vestan hesta safn eg sá, — seint úr minni líður raunasaga, rituð á rif jaberar síður. Ö. S. Ályktun um dýraverndun. Háður var að Hólum í Hjaltadal 14. dag ágústmánaðar, fjórði ársfundur ]>resla, kcnn- ara og annarra áhugamanna. Fundinn sóttu 10 prestar, 14 kennarar, auk annarra leik- manna. Á meðal ályktana þeirra, sem fundurinn saþykkti, var ein um dýraverndun, flutt af Jóni I>. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki og er hún svo hljóðandi: „Fundurinn telur dýraverndunarmálið mikilvægt mannúðar- og uppeldismál, og áilítur það mikilsverða skyldu allra upp- alenda að vinna fyrir það mál í lífi og starfi Litla gráa Príla. Vorið 1942 átti eg kött, sem liét Príla. Hún var létt og liðug og lék eg mér oft við hana, og mér þótti svo vænt um hana af því að liún fylgdi mér oftast nær á herjamó og engjar. Einu sinni vildi hún ekki fara íneð hér lil herja og skildi eg ekkert i því. En þegar eg kom aftur lieim, sá eg hvar kisa kom utan túnið, hljóp til mín, mjálmaði sárl eins og hún vildi hiðja mig einhvers. Mér þótti þetía kynlegt af kisu minni og l'ór að veila henni nánari eftirtekt. Alll í einu tók hún á sprett, þaut út tún og eg á eftir og ætlaði að ná henni. En þegar eg ællaði að gripa hana tók hún, annan sprett og stökk þá út fyrir tún og að tjörn sem þar er. Eg hljóp á eftir henni en þegar að tjörninni kom, sá eg hvar kétll- ingur kisu var að husla í tjörninni og gat ekki komizt U])p úr. Eg náði i kettlinginn, hljóp með hann heim og fór mcð liann inn að eldavélinni, þar sem kisi lilli hresslist fljótt við hlýjuna. Mér ])(’)tti fjarska vænt um að liafa komið nógu snemma Prílu minni til hjálpar. Læt eg svo fvlgja linum þessum mynd al’ mér og Prílu. Ásgeir II. Jónsson, 11 ára.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.