Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 3
Fuglar »r/ minkar. Þegar eg heyri minnst á innflutning loðdýra fyllist eg sárri gremju í hvert sinn. Mér verður lJá jafnan hugsað til vina vorra, fuglanna, sem ein tegund þessara aðfluttu lánleysingja, mink- arnir, ráðast á al' mikilli grimmd, og útrýma nieð öllu, þar scm þeir verða alls ráðandi. Frá upphafi hernsku minnar og raunar miklu lengur, hafa húið í hólma hér í vatninu álfta- Fjón, sem ávallt hafa verið algerlega friðhelg fyrir öllum áliúöndum jarðarinnar og eru það enn. Neðan við túnið eru hverir og fram al' Þeim smá „hveraopna“ í vatninu, scm aldrei ieggur, hversu mikil frost sem eru. 1 hörðum vetrum er hveraopnan ekki einungis griða- staður heima-álftanna og unga þeirra, livort sem þeir hafa verið margir eða fáir, heldur hefir og flúið þangað hinn mesti fjöldi ann- ai'i'a álfta í vetrarhörkum og með því bjargað hfi sínu. Þau álög hvíla á hveraopnu þessari, að ef álft er skotin þar, eða unnið mein á annan hátt, þá mun hezti gripur jarðarábúanda drepast. Að- ehis einu sinni hefir það hent, svo að eg muni, ;ið óprúttinn húskarl hér á Laugarvatni skaut þar tvær álftir í einu skoti, — scm raunar var htill vandi, því að álftirnar eru þar að jafnaði hauðspakar. En álögin létu ekki á sér standa: Nacsta morgun var reiðhestur bóndans hengdur a hesthúshurðinni á hinn ólíklegasta liátt. Og Var þó þetta óhæfuverk skotmannsins sízt unn- ið að vilja húshónda hans. En það hafa fleiri fuglar átt þarna skjól og friði að fagna en álftirnar. Mikill fjöldi alls konar andfugla hafa orpið umhverfis vatnið og safnazt á hveraopnuna. þegar vetrarliörkur færðust í aukana og fokið var í skjólin annars staðar. Hver mundi geta talið allar hinar mörgu á- nægjustundir, sem þessir saklausu og tryggu vinir hat'a veitt oss, er alizt höfum upp mcð þeim, og notið þess augnayndis að horfa á þá og fylgjast með starfi þeirra vetur og sumar? Sá, sem vaknað hefir á hverjum einasta morgni alla æfi sína — og jal'nt sumar sem vetur, — við hinn undurþýða og fagra söng álftanna, hann lilýtur að sakna þess meir en orð fá lýst, er sá söngur ómar ckki framar. Engir „morg- unhljómleikar“, hversu góðir, sem þeir kunna að þykja, jafnast á við morgunsöngva álftanna, er þær fagna nýjum degi við sólarupprás. En hvernig er þá komið fyrir þessum heima- elsku álftarlijónum, sem varið hafa silt litla landnám með árvekni og þrautseigju, og aldrei leituðu á brott frá óðali sínu á neinum tíma árs, en undu síglöð og syngjandi við sitt? Nú í tvö vor hefir þeim ekki tckizt að klekja út einu einasta cggi. ()g jafnvel í vor reyndu þau ekki að hlúa að dyngju sinni í hólmanum. 1 fyrra voru eggin brotin, sennilega í sama mund, sem ungarnir voru að skríða úr þeim. Þarna voru nýir landnemar að verki, hlóðþyrst- ir ræningjar af erlendum stofni, sem „draum-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.