Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 7
DÍRAVERNDARINN 13 fi'am veginn vestur Mosfellsheiði og allt suð- Ur á Háamel. Þar liggja götutroðningar út af veginum og niður í Bringur og hélt eg þá leið. Hafði eg skammt farið, er eg þekkti förin eftir Skafta, því að einkennilegar skeilur voru undir honum. Hélt eg svo niður i Bringur. Þar bjó þá Halldór Jónsson, einn af Hraunsbræðr- um úr ölfusi. Hann sagði mér, að hinn um- rædda dag liefði jarpur hestur komið ofan að, °g hann farið i veg fyrir klárinn og ætlað að stöðva hann. En það var ekki við það kom- andi, klárinn jók skriðinn og hrokkaði hröð- um skrefum niður í Mosfellsdal. Þóttist eg ])á vita, hvar hans mundi að leita og hélt rakleitt niður að Varmadal. Þar var mér sagt, að Skafti væri í hezta yfirlæti hjá hrossunum. Hal'ði hann haldið rakleitt út í hagann og hcilsað gömlum kunningjum og vinum, farið síðan að híta, lagzt uð því loknu og notið hvíldarinnar. Þetta hafði þá dottið í Skaft a, er hann komst að því, að honum var varnað þess að skreppa i túnið, þar sem liann hafði svo oft gæít sér a grænu, safamiklu grasinu. Hann var ekki svo skapi farinn, að hann léti hjóða sér slíkt .. . °g hugurinn bar hann vestur á hóginn, hvað sem þar tæki við. Eg gisti í Varmadal um nóttina og reið svo austur af daginn eftir. Þá var Skafti skemmti- legur, lék við taum, og töltið dásamlegt. Og var þetta í eina skiptið, sem hann leitaðist við að strjúka frá mér. Þegar Skafti kom hingað var hesthúskofi hér austur á túninu. 1 kofa þessum hafði eg venjulega tvo hesta, sem eg gaf eitthvað betur en öðrum hestum, og var Skafti allt af annar þeirra. Þar mun hann hafa átt heima í 12 vet- llr- Eigi var annað séð en Skafti væri vin- veittur hesti þcim, er hann stóð með vetrar- langt. Um tvítugsaldur fór Skafti að gefa sig og tapa fcrð. Vildi eg þá hlífa honum og fór að hugsa mér fyrir nýjum reiðhesti. 1 því skyni keypti eg um haust jarpan klár, 9 til 10 vetra gamlan, sem átt hafði séra Gísli á Mosfelli. hlét hestur sá Villingur, ólatur vekringur, en gagnólíkur Skafta í öllu. Um veturinn fóðraði °g þá jörpu saman í gamla kofanum og gerði jafnt við báða. En nú hrá svo við, að Skafli, FRÁ BALASKARÐI, llér sjást fjögur fósturhörn ásamt fóstru sinni. Litlu hörnin lieita: Bjartúr, Mæra, Smart og Kragi. En fóstran heitir Signý Benediktsdóttir, húsfreyja á Balaskarði. scm jafnan hafði sýnt stallhróður sínum hina mestu vináttu, gerðist skapharður og hinn versti viðskiptis. Sá hann Villing aldrei í friði, heit hann og hrakti, hvenær sem hann sá sér færi. Þessi skapillska kom þó raunar ckki að sök um veturinn, þvi að kofinn var tvíkarm- aður og gátu þeir ])á verið sinn í hvorum karmi cftir þvi sem á stóð. En Villingur var skaphægur og meinlaus, tók aldrei á móti held- ur fór undan það sem hann komst. Ekki gat eg skilið þetta háttalag Skafta á annan veg en þann, að hann væri afbrýði- samur í garð félaga síns, sem eg var farinn að grípa til, er eg hrá mér eitthvað að heiman ríðandi. Þó að Skafti væri farinn að gefa sig þoldi hann samt ekki, að annar kæmi í hans stað og tæki við því starfi, sem hann hafði um langa stund unnið með prýði og sóma. Lcið svo veturinn og har ekki til tíðinda. En um miðjan maímánuð ])egar eg var að hætta að gefa hestum, og sauðburður að byrja, þá var drengur, sem hjá mér var að gæta að án- um einn dag. Hann kom heim til mín og sagði mér þær fréttir, að hann hefði fundið Villing dauðan ofan í. Þegar eg kom á vettvang var klárinn þarna steindauður ofan í djúpu vatns-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.