Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 6
12 DíRAVERNDARINN SKAFTI. Hann var dökkjarpur á lit, svartur á fax og með svarta rönd eftir hryggnum, hafði röskva meðalstærð, en einkennilega frammikill og framhár. Eg keypti hann í Reykjavík vorið 1908, þá sjö vetra gamlan. Seljandinn var Skafti Þor- láksson frá Varmadal á Kjalarnesi, og hafði þá átt folann í tvö ár. Fékk hann fimm vetra vestan af Hvalfjarðarströnd. Við Skafti vorum skútulelagar á þcirri tíð; hafði hann folann á fóðri í Reykjavík og kom á bak honum þegar í landi var verið. Þá kynntist eg folanum og varð það úr, að eg keypli hann þegar eg fór au/stur um Jónsmessuna. Verðið var 250 krón- ur., og bar svo klárinn Skafta-nafnið upp frá þ’vi. Kaupverðið var vist með hæstu hestaverðum á þeirri tíð, enda mátti svo vera, því að þetta var afbragðs hestur. Eg hefi allt af átt ein- hvern nothæfan Iiest til reiðar, cn Skafti var langsamlega beztur þeirra allra. Hann hafði þetta létta, vndislega og sterka fjör. Hann var svo viðbragðssnöggur, að jafnskjótt sem mað- ur var kominn honum á bak, var hann þotinn á roksprett. Þó að hann væri taumliðugur scm fjöður, J)á var ógjarna gott að ríða honum með vilja-hestum, því að ekki gat hann víst séð aðra hesta á undan sér, enda óvanur ])ví. Væri hon- um riðið einum, })á var hann i)rýðilegur tölt- ari, og var þá, sem kallað er, mátulega vilj- ugur. En með öðrum hestum þegar honum hljóp kapp í kinn, J)á varð J)essi ljúfi gangur að stórgerðu hrokki. Skafti var reiðhestur minn í 14 ár. Óþarft virðist að orðfæra J)að hér, sem er svo viður- kennt af öllum ])eim, er reynt hafa, hvílík sál- arheill J)að er að eiga sæti á svona hesli. Það er sá hollasti unaður, sem maður fær notið. . . . En nú eru breyttir tímar, og bílaferðir farnar að draga mjög úr og jafnvel bera skugga á hlutverk góðu reiðhestanna. Á meðan Skafti var enn í fullu fjöri var hann jafnan styggur og lét ekki laka sig nema í aðhaldi. En allt af er eg vildi ná honum, fór eg með fötu með brauðmolum í eða einhverju matarkyns, og kom hann })á á móti mér og' lofaði að taka sig. Fóein smáatvik man eg um háttu Skafta, scm einkennileg J)óttu, og bera vitni um stolt hans og skapgerð. Vorið 1910 var túnið hérna fyrst girt með gaddavír. Þá hafði Skafti verið hér í tvö ár og aldrei litið í J)á átt að strjúka. Kveldið, sem við vorum að ljúka við girðinguna, var Skafti að rölta með henni, J)ví að hann var víst oft vanur að taka niður í túninu á meðan })að var ógirt. Við athuguðum J)etta ekki neitt nánara J)á um kveldið. En daginn eftir ætluðum við Gísli, bóndi á hinum bænum hérna, í Eyrar- hakkaferð. Fórum við því árla morguns að ná í hesta, en Skafta fundum við hvergi. Varð eg að fara við svo húið í Bakkaferðina og lagði fyrir hcimafólk mitt að leita að Skafta og finna hann í högunum lifandi, eða J)á dauðan, J)ví að hér eru hættur ýmsar, og liafa hestar stundum farizt liér ofan í. Þegar eg kom aftur úr ferðinni var Skafti ófundinn. Fór mig þá fyrst að gruna, lwort hann licfði ekki tekið upp á J)ví að strjúka. Tók eg mig því upp, reið út í Þingvallasveit og létti ekki fcrðinni fyrr en eg kom að Kára- stöðum. Þar sagði mér Einar bóndi, að þegar hann hefði komið á fætur um morguninn sem Skafta vantaði, hefði hailn séð jarpan liesl hverfa út úr Kárastaðaskarði. Eg hélt svo á-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.