Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 4
10 DYRAVERNDARINN EFTIRLÆTI. Nöfn hundanna talið frá vinstri: Labba, Fjára, Lassi og Bósi. Myndina sendi: Jóhanna Krist- jánsdóttir, Kirkjubóli. gróðamönnum“ hafði á sínum tíma tekizt að fá flutta inn í landið. Nú er svo komið, að krökkt er orðið af minkum með vatninu og öllum ám og lækjum, sem í það falla. Undan farin sumur, síðan minkafaraldurinn hreiddist út hér um slóðir, hefir varla nokkur önd kom- ið upp ungum. Þrásinnis finnst andamóðirin dauðbitin og eggin brotin, eða ungarnir dauðir í hreiðrinu. Og nú er svo skipt um, að álftirnar, sem voru hér hvern einasta dag ársins, liafa flúið héðan — aldrei sést á hveraopminni það sem af er vetrinum .... aðeins strjálingur af önd- um heldur sig þar, og fækkar þó óðum, enda hefir minkafjöldskylda, eða öllu fremur fjöl- skyldur, því að engin veil hvað þær eru margar, numið sér land umhverfis vatnið. Og m. a. s. mun ein slík fjölskylda búa ískyggilega nærri hveraopnunni, þótt hústaður hennar hafi ekki fundizt enn. Og svo blóðþyrstur og nærgöngidl er þessi erlendi stefnivargur, að nýlega komst minkur inn á fjósloft, þar sem hænsni voru geymd og drap á augabragði tólf hænsni af þrettán. . . . En minkarnir drepa og eyðileggja fleira en hænsni; þeir hríðdrcpa riðsilunginn þar sem hann er að hrygna, en það er önnur saga. Raunar veit eg, að minkar voru á sínuni tíma, og í óþökk margra viturra manna og framsýnna, fluttir, og þó með lögum, inn í landið, undir þvi yfirskini, að minkaeldi væri arðvænleg atvinna, fljóttekinn gróði, og því heitið, að tryggilega skyldi um allt húið undir ströngu eftirliti. En eitthvað virðist hafa skort á þær efndir í upphafi, því að brátt fór að kvis- ast, að einhverjir hlygðunarlausir trassar, sem þóttust ætla að græða offjár á minkaeldi, hefði misst eitthvað af dýrum út í veður og vind. . . • Og innan stundar breiddist svo minkafarald- urinn um landið með þeim afleiðingum, sem þorri þjóðarinnar hefir komizt að raun um. Og nú leyfi eg mér að spyrja: Hver ráð þekkjast, sem að gagni mætti verða um algera útrýming á þessum óhappa bitvargi, er virðist svo á veg kominn með að eyðileggja fuglalíf landsins, að til auðnar horfir á mörgum stöðum, að viðbættu öllu ]>ví mikla tjóni, sem minkafaraldurinn vinnur á öðrum sviðum? Ein- hver ráð hljóta að finnast, sem duga megi, án þess ])ó, að gripið verði til flausturslegra ó- mennsku aðferða um slíka útrýming. Eða, kannske eigi að híða þess, að ekki heyr- ist „svanasöngur á heiði“? Þegar sá söngur hefir þagnað í sveitum landsins, þá mun ekki liða á löngu, að þögn verði á heiðum uppi. Og eigi kæmi mér á óvart, þó að fleirum fari sem mér, og það ungum jafnt sem gömlum, að ])eir láti sér ekki alveg á sama standa, að hug- ljúfum æskuvinum vorum, fuglunum saklausu, verði útrýmt af þessum blóðþyrstu og illræmdu aðskotadýrum. En minkafaraldurinn er svo sem ekki cina plágan, sem þjóðin hefir átt við að stríða síðan landið var „opnað“ fyrir alls konar innflutningi dýra, eftir fráfall Magnúsar dýralæknis Einars- sonar. Um það vita íslenzkir bændur öllum öðrum betur. Böðvar Magnússon, Laugarvatni. * * * Höf. ofanritaðrar greinar mun sízt gera of- mikið úr minkafaraldrinum á Laugarvatni, né ])ví, hversu minkar gerast þar djarfir og nær- göngulir.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.