Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 5
DYRAVERNDARINN 11 LÉTTIR reiðhestur Friðgeirs bónda Björnssonar á Ketilvöllum. Kveðið undir nafni eigandans. — Harmur stór í huga býr, horfi’ órór í bláinn. Gleðin fór, cn grátur knýr, gæða jór er dáinn. Man eg sprettinn margan þinn man eg glettu-stundir: er þú, Léttir, ljúfur minn, leiðst um sléttar grundir. Yfir flaug liann urð og mold, eldur í baugum gneisti, skulfu taugar, titraði hold, tindraði’ í augum neisti. Oft um heiðar hörku dug hreyfði’ og reiðar-snilli, eins og greiðast fuglsins flug fjarra leiða milli. öllum bar af fáka flokk fegurðar í keppni, býsna snar, með bleikan lokk, beizla-marinn hcppni. Stanzaði lítt við stein né skurð, strengdi’ á hnýttum taumum —, Fyrir skömmu síðan, fluttu dagblöðin í Heykjavík þá fregn, að þriðjudaginn 12. marz Ref ði minkur komið í heimsókn í Laugarvatns- skóla. Ilafði hans fyrst orðið vart í skólagang- lnum og virtist hinn rólegasti. En nemöndum Var ekki meira en svo vel við þenna óboðna ííest og grijju þcgar til vopna. Minkurinn lagði þegar á flótta, komst niður í sundlaugargang- nin og fengu þeir þar loks hlaðið honum. (Ritstj.)- Léttir og eigandi hans. — Myndin tekin siðasta sumar Léttis, og stóð hann þá á tvítugu. hátt upp spýtti aur og urð, ört sér flýtti’ í straumum. Hreina-skeiði’ ei skeika vann skástan heiður fanga, undan greiður öllum rann essið reiðar stranga. Glatt var fas og gripin snögg, — gleymdi’ eg þrasi’ og pínum —, ef í glasi lítil lögg lá í vasa mínum. Listasaga léttfetans lengi í brag mun skina, prýddi haga og hestafans hann um daga sína. * * * Vonin tjáir, trúa má, tekur fáein árin, að eg fái aftur sjá afreksháa klárinn. Páll Guðmundsson, Hjálmsstöðum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.