Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 15 vetfangi og Einar lét augasteininn falla á gólf- ið, var kisi kominn og hafði gripið hann. Og svo eldsnöggt var stökk kisa, að varla festi aUga á honum. Oldungurinn brosti og sagði: „Eg hefi marg- °ít reynt, hvort hægt sé að gabba hann með því að kasta tölu, nagla eða einhverju slíku a gólfið, en kisi minn lætur ekki leika á sig á þann Iiátt.“ Og svo sagði Einar mér eftir- lylgjandi sögu um vitsmuni kisa: j.Þegar hún Gunna litla var nýfarin að ganga ein, var eg einu sinni sem oftar frammi í smíðahúsi mínu og stóð við borðið við vinnu mína. Þá kemur ldsi allt í einu inn til mín, nuddar sér við fætur mína og mjálmar eilt- hvað svo einkennilega upp á mig. Mér þótti þetta atferli lians undarlegt og fór að strjúka honum, en hann virtist ekki meta það að neinu, en snýr til dyranna, mjálmar þar og mænir til mín. Þegar hann sá, að eg hreyfði mig ekki, kom hann aftur til mín, mjálmaði upp á mig °g snöri svo aftur til dyranna. „Hvað viltu, kisi minn?“ varð mér þá að °rði og fór á eftir honum. Þegar hann sá mig koma, hélt hann áfram nt úr húsinu, yfir götuna og út á blettinn hin- nm mcgin við veginn. Þar lá Gunna litla, hafði dottið ofan í poll og var þar alveg ósjáll'hjarga. Eg flýtti mér að taka barnið upp og bar það heini. En þú liefðir átt að sjá ánægjusvipinn a kisa, þar sem hann trítlaði við hlið mér, sperrti stýrið og vissi auðsjáanlega ekki, hvern- ig hann átti að láta gleði sína í ljós.“ Mér er enn í minni svipur gamla mannsins °g hýra brosið, sem fylgdi orðum hans. Það duldist ekki, að Iionum þótti vænt um kisa sinn og kunni vel að meta vitsmuni lians. Síðan hefir mér oft flogið í hug, að ein hin mesta yfirsjón vor mannanna í sambúð vorri °g umgengni við dýrin, er sú, hve vér gerum °ss lítið far um að kynnast háttum þeirra og vitsmunum. Þetta ætti allir þeir að festa sér 1 huga, sem vilja vera góðir og sannir (K'ra- vinir. Þeir, sem gera sér far um að skilja dýr- ln, vinna sér traust þeirra og vináttu. 5. marz 1946. Sólm. Einarsson. HÉR ER EKKI BARIZT UM BITANN. Myndina tók: Kjartan Ó. Bjarnason. VetrarMíÍa — VetramkL Mörgum Sunnlendingum liefir orðið tíðrætt um, að slíka góu hafi þeir aldrei lifað sem nú. Og rétt mun, að þrátt fyrir óvenju milda vetur nú um skeið, þá megi þó sá, sem nú kveður innan stundar, teljast þeirra mildastur, a. m. k. hér sunnan lands. En Sunnlendingar hafa fyrr átt við milda vetur að búa og þó sennilega engan þvílíkan sem veturinn 1340, að því er fornir annálar herma. Þá var „vetur svo góður fyrir sunnan land, að menn mundu trautt þvílíkan, fund- ust egg undan fuglum í Flóa nær miðri gói, á öskudag og oftlega síðar.“ Sú árgæzka stóð þó skamma stund. Frá næsta vetri, 1341, er sagt á þessa lund: .... „Sauðfellisvetur mikill. Snjóavetur svo mikill fyrir sunnan land, að engi vissi dæmi til ann- ars þvílíks; lagði á fyrir vetur og hélzt til sumars og fylgdi fjárfclli mikill alls háttar. Milli fardaga og Pétursmessu [29. júní] féllu aðeins fyrir Skálholti 80 nauta.“ (Þorv. Thor.: Árferðisannáll, hls. 38). Minningarsp jöld: Hin fögru minningarspöld Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar, fyrrum bankastjóra og Dýra- verndunarfélags Islands, fást í skrifstofu Hjart- ar Hanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send ef óskað cr. — Sími: 4361.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.