Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 3
Reykjavík, seplember 1946 5. tbl. Æðeins íslendintfur. . . [Sögukorn þetta, ásamt myndunum, birt- ist í danska „Dýravininum11 í fyrra vetur. Höf. er kennaraskólakennari, Albert Bjerre að nafni, en myndirnar hefir gert Bente Cohr Hansen. — Hér kemur landi vor, h e s t u r, svo við sögu að vel þótti hlýða að Dýraverndar- inn héldi henni til haga. Því cr hún tekin hér upp í lauslegri þýðingu]. Rökkur haustkveldsins nálgaðist óðum og regnúðinn ýrði yfir akurinn þar sem ungur maður plægði. Hann var þreyttur . . . svo þreyttur, að hann hrasaði í plógrákinni, og sárkenndi lil í hand- leggjum og l)aki. . . . Ilann var þreyttur á þessu öllu. Allt virtist þetta vonlaust. Hann liafði keypt þenna jarðarskika fyrir sparifé sitl ... þetta óræktar land, sem enginn annar vildi líta við. Plógurinn risti í gegnum sandinn og glamr- aði í grjóti. Allt virtist ömurlegt og vonlaust. Regndroparnir héngu á sölnuðum stráum og strjálum lyngtoppunum, sem voru helzti gróð- urinn á þessu óræktar landi. En hesturinn hélt áfram. Hann var íslenzk- ur, smár en kubbvaxinn, loðinn og kviðmikill. Regnúðinn gerði hann gráan að lit. Höfuð lians var á sífelldri hreyfingu upp og niður eins og hann væri að hvetja sjálfan sig. Hann var smár en röskur, karlinn sá. Þeir voru að koma þangað, sem plógrákin endaði. 1 gegnum húmið og úðann eygði ungi maðurinn lítið hús mcð hvítum veggjum og hallfleyttu stráþaki. . . . En, allt var þetta von- laust. Enginn beið hans þar i þessum ömur- legu og rakafullu herbergiskytrum. Nei . . . hann gat alveg eins laumazt frá því öllu sam- an. ... 1 vestri djarfaði fyrir bjarma á loftinu. Þó

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.