Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 6
36 DYRAVERNDARINN verið kominn fast að því að láta hugfallast og gefa allt upp á bátinn. En þá var það smá- vaxinn en hraustur félagi, sem ekki lét undan síga. . . . Og það skyldi heldur ekki verða að sinni! .... Þeir lágu hálffólgnir i hávöxnu blómaskrúði. Hafði drengurinn hallað sér upp að Jeppa, svo að ljósi kollurinn hófst og hneig með djúpum andar- drœtti hestsins. Síðan réð ungi maðurinn sig með Jeppa í mógrafarvinnu. Og það var þrælavinna fyrir báða i steikjandi sólarhitanum. Maðurinn vann í mógröfunum frá morgni til kvelds, og Jeppi stritaði jafnlengi með þungan vagn í eftir- dragi upp úr mógrafarsvaðinu út á þurrkvöll- inn. En þó að maðurinn væri ungur og hraust- ur og vanur alls konar erfiðisvinnu, varð þetta honum samt ofraun i slíkum hita, svo að hann fann stundum til svima og hringsnerist þá allt fyrir augum hans. En þegar sviminn leið frá og hann sá, hvar Jeppi stritaði áfram og kinkaði kolli jafnt og þétt, þó að þungt væri að draga, var sem maðurinn hrcsstist og lifn- aði í bragði. . . . Og hann þraukaði áfram og gafst ekki upp. Þegar allt datt í dúnalogn úti á enginu, fór mamma þangað til þess að forvitnast um, hvort ekki mundi allt með felldu. Þar fann hún þá hálffólgna i hávöxnu blómaskrúði og sváfu báðir vært. Hafði drengurinn hallað sér upp að Jeppa, svo að ljósi kollurinn hófst og hneig með djúpum andardrætti hestsins. Og árin liðu. . . . Jeppi gerðist gamall og slitinn, stirður og fótlúinn, og hafði hrasað nokkurum sinnum fyrir vagninum. Augu hans voru ekki lengur glampandi björt, og ennistoppurinn, sem áður var vaxtarmikill og gerði svip hans glettinn og íbygginn, var orðinn eitthvað svo þunnur og rytjulegur. Sólríkan haustdag þegar skógurnn skartaði í fegurstu litum sínum, gulum og rauðum, lijóst bóndinn að heiman og teymdi Jeppa. Nú var komið að leiðarlokum. ... En þung og erfið fannst bóndanum þessi spor . . . áleiðis til slátrarans. Konan stóð við gluggann og sá þá hverfa upp í hæðadrögin. Augu hennar fylltust tár- um, og hún minntist vorkveldsins góða, er hún kom þessa leið og heiðarvegurinn mark- aður gullnum „gyvel" beggja megin. Drengurinn var í skólanum. En þegar hann kom heim og frétti um Jeppa varð hann ekki huggaður. Og það, sem eftir var dagsins, hélt hann sig í hesthúsinu og grét. Um kveldið kom pabbi hans aleinn heim. Daginn eftir var Jeppi skotinn. .. . Þar féll góður og tryggur þjónn í valinn. En svo batnaði i ári og varð þá hin mesta árgæzka um skeið. Sumarregnið bætti upp hina sendnu akra og engið spratt ágætlega. Jeppi hafði eignazt skemmtilegii leikfélaga en belj- una, heimska og lata. Drenghnokki, hrokkin- hærður glókollur, skreið á bak honum, lét gamminn geisa og hafði þá stundum til að reka upp eins konar siguróp, sem Jeppi svar- aði óðara með hvellandi hneggi. Wýr huntliir. I scptembermánuði var veðhlaupahundur seldur á Englandi fyrir 3500 sterlingspund, eða tæpar h u n d r a ð þ ú s u n d k r ó n u r. Þetta er hæsta verð, sem nokkuru sinni hefir verið greitt fyrir svokallaðan Greyhound i Englandi. — Seppi hljóp til reynslu hinn 25. sept, 525 yards á 29,39 sekúndum. (Vísir).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.